Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1967, Side 92

Andvari - 01.05.1967, Side 92
90 ÁRNI G. EYLANDS ANDVARI lega „offramleiðslu" mjólkur á þeim tíma árs sem framleiðslan er mest — af eðli- legum og óviðráðanlegum ástæðum. Lítum á tölur frá Mjólkurbúi Flóa- manna, sem er langstærsti aðilinn, er flytur mjólk til Reykjavíkur. Árið 1964 var mjólkurmagn búsins — innvegin mjólk — mest í júní mánuði 4,099 millj. kg, en minnst í nóvember 2,298 millj. kg. Þessi afarmikli munur gefur auga leið hver vandi er hér á ferðum. III Flvað segja nú neytendur? Vilja þeir láta stilla búskap og framleiðslu mjólkur svo í hóf, að lítil eða engin „offramleiðsla" verði til útflutnings, þó að það kosti um leið þau óþægindi, að tilfinnanlegur skortur verði á mjólk, frá því í september á haustin, og allt fram í febrúar? Eða á þjóðfélagið og ríkissjóður að kaupa neyt- endum tryggingu gegn mjólkurskorti með því að búa þannig að bændum og mjólkur- framleiðslunni, að alltaf sé til næg mjólk, bæði þegar illa árar og árlega þegar fram- leiðslan er við lágmark? Það er, að leyfa bændum að framleiða svo mikið, að tölu- vert verði til útflutnings af þeim mjólkur- vörum, sem safnast saman þá mánuði ársins, sem framleiðslan er meiri en eftir- spurn og neyzla innanlands. Þetta ör- yggi er auðvelt að tryggja neytendum, og það er gert eins og nú standa sakir. Ið- gjaldið fyrir trygginguna er ákveðið og er nú — sem hámark — 10% af heildarverð- mæti allrar búvöru, sem framleidd er á búum bænda. Og iðgjaldið er greitt sem verðuppbætur á mjólkurvörur og kjöt, sem út er flutt. Komist búvöruframleiðslan upp í 2 þúsund milljónir króna, sem vænta má, en svo hátt hefur hún ekki komizt fyrr en á þessu ári, verður iðgjaldið — tryggingin ■— 200 millj. króna, hvort tveggja mjólkur- vörur og kjöt. Verðlagsárið 1964—65 voru útflutn- ingsuppbætur á útfluttar mjólkurvörur um 113 milljónir króna. Þá bjuggu í Reykjavík og öðrum kaup- stöðum landsins um 128 þúsund manns. Tryggingargjaldið er því um 880 kr. á mann -— unga og gamla í Reykjavík og kaupstöðunum. Raunverulega er það þó eigi svo hátt, þar eð að réttu lagi ætti að hugsa sér því einnig deilt niður á allmarga íbúa minni kauptúna. Er þetta dýrt? Er þetta dýr trygging samanborið við margt annað hér á landi, þar á meðal önnur tryggingargjöld, svo og vexti o.fl. o. fl.? Hvað fæst nú af lífs- þægindum fyrir 880 krónur? Og svo er ekki því að gleyma, að útflutningsupp- bætur eru greiddar úr ríkissjóði, bændurn- ir og fólkið allt í sveitunum er því með að borga brúsann. IV En mætti nú ekki eitthvað betur fara í þessum málum? Þannig spyrja neytend- ur. Þess er von. Og því er fljótsvarað. Ymislegt mætti betur fara. Neytendur spyrja hvort sé ekki einhverju ólagi á bú- skapnum að kenna, að mjólkurmagnið, sem framleitt er og berst til mjólkurbú- anna, er svona misjafnt. Væri ekki hægt að stilla svo til við búskapinn, að það yrði jafnara, og þá yrði „offramleiðslan" minni, minna sem þyrfti að flytja út og minni útflutningsuppbætur að greiða. Þess er von að neytendur, sem alast upp á mölinni, án allra tengsla við land- búskap, láti sér detta slíkt í hug, þeir sem á virðingarverðan hátt hugleiða þetta eitt- hvað út yfir það að bölva bændunum og óstjórninni á búnaðarmálunum. Skýt ég hér inn í, að sjálfur er ég einn þeirra, sem taka munninn svo fullan að tala um hálflélega stjórn á búnaðarmálum, þótt eigi nái það sérstaklega til þessa umrædda atriðis. Nei, það er ekki svo auðvelt að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.