Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1967, Side 98

Andvari - 01.05.1967, Side 98
96 ÁRNI G. EYLANDS ANDVARI vera, að það er ekkert þjóðráð að hamast við að auka ræktunina — þenja út stærð túnanna sem víðast. Það þarf að bæta ræktunina -— túnin — sérstaklega nýræktartúnin, sem ræktuð hafa verið síðustu 20 árin, oft af van- efnum, en þó oftar af vanþekkingu, svo að þau verði bændum arðsamari, svo að þeir fái af þeim meira og betra fóður við minni tilkostnað, svo sem við minni áburðarkostnað í hlutfalli við uppskeru. Um leið verður þetta til þess að spara kaup á fóðurbæti til þess að bæta upp lélega töðu. Og loks miðar þetta að því að auka framleiðsluna á búi bóndans. Sú aukning verður honum um leið hag- kvæmari og þjóðhollari heldur en stækk- un bús, sem fengist með hinu fyrra lagi að stækka túnin með nýræktun. Enginn þarf samt að halda, að þessi hagræðing í búskapnum geti orðið til þess að lækka búvöruverð í landinu, en hún getur orðið til þess að draga nokkuð úr þörf þeirra verðhækkana, sem ella yrðu óumflýjanleg- ar eins og nú horfir og að óbreyttum ræktunarháttum. En er nú þetta rétt, að ræktunin sé yfirleitt svo léleg að hafa þurfi stór orð um það; og að mikið sé að vinna á þessu sviði? Sem betur fer er ég ekki einn til frá- sagnar um þessa hluti. Hinn reyndi til- raunamaður, Ólafur Jónsson, segir ný- lega: „Segja má, að mestöll nýrækt okkar sé léleg yfirborðsræktun og liggja til þess tvær meginástæður. Mikið af nýræktar- landi okkar er mjög tyrfið, en mýrarnar þó sérstaklega. Skyndivinnsla sú, sem hér er allsráðandi, hefir sáralítil áhrif á rotnun og ummyndun torfsins. Jarðveg- urinn heldur áfram að vera tyrfinn eftir að honum hefir verið lokað með gras- fræsáningu, gefur ekki frjómagn sitt til gróðursins og nýtir illa þann áburð, sem á hann er borinn, því rótarkerfi jurtanna þroskast illa, verður grunnstætt og við- kvæmt fyrir áhrifum veðurfarsins. Jarð- vegur 3 þessu ásigkomulagi á ekkert skylt við fullunninn jarðveg eða akurjörð". Og enn segir Ólafur: „það ætti að vera auðskilið hverjum manni, að með þeim ræktunaraðferðum, sem hér eru allsráðandi, verður ekki óræktarjörð breytt í það horf að það verðskuldi nafnið rækt- un." X Hið sama á ekki við alls staðar, og hið sama á ekki við um alla bændur. Erfitt er að flokka slíkt, enda vart til tölur, er byggja megi á. Fjöldi bænda, vonandi eigi minna en helmingur allra bænda á landinu, hefir nú orðið það stór tún, að það er langtum meira aðkallandi og hag- sælla fyrir þá að bæta túnin en að stækka þau, nú um sinn. Skvaldrið og harma- gráturinn út af smábúskap bænda er ekki á meiri rökum byggður en svo, að í heil- um landshlutum er búið jafnstærra held- ur en í nágrannalöndunum, t. d. Noregi og Svíþjóð, og sennilega á það við einnig um Danmörku. Meðalmjólkurinnlegg 1100 bænda á Suðurlandi var árið 1964 33 232 kg, samkvæmt skýrslum Flóabús- ins. í Árnessýslu var meðalmagnið 36 228 kg. Hjá Mjólkurbúi Eyfirðinga eru þessar tölur enn hærri, þar lögðu um 500 bænd- ur inn um 18,5 milljón lítra 1964 eða um 37 þúsund lítra hver bóndi að meðaltali. Ekkert fjölmennt mjólkurbú á Norður- löndum mun taka á móti svo jafnmikilli mjólk frá félagsbændum bús síns. Þetta hafa neytendur gott af að vita, og þetta þurfa bændur einnig að vita til mót- vægis öllu nuddinu um, hvað þeir séu smátækir og vesalir. Svo koma margir bændur, sem þurfa að stækka bú síh, ef vel á að vera, en sem í flestum tilfellum er svo ástatt um, að fyrsti áfanginn í þeirri framkvæmd
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.