Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1967, Side 101

Andvari - 01.05.1967, Side 101
ANDVARI BRÉF TIL BÆNDA OG NEYTENDA 99 molnar ekki, þótt vér köstum honum af hendi, þetta er seigur torfhnaus, vel not- hæfur til hleðslu, engin mold, engin frjó- mold, og ef vér rífum hnausinn í sund- ur, kemur í ljós, að rætur jurtanna ná ekki til neinnar verulegrar dýptar, þær eru aðeins við yfirborðið, greinast ekkert niður í torfið. Þannig er það þótt mýrin hafi verið vel ræst, og þarf þá ekki að lýsa því, hvernig það er, ef einhvers er á vant um framræsluna. Hér er engin matjörð, sem túngrösin geti sótt mat sinn í, þau verða að lifa á yfirborðsáburðin- um einum, hver sem hann er, veikburða að rótum og lítils megnug að standast óblíltt veðurfar, kal og önnur áföll. Hér stöndum vér andspænis þeim mikla sannleika, sem vissulega er kominn tími til að átta sig á, að vér getum ekki hér á landi ræktað óræktarland, sem oftast nær er ófrjótt — þótt til séu undantekn- ingar frá því — gert það að frjóu rækt- uðu landi með frjómold, og að góðum vaxtarstað fyrir góð og þroskamikil tún- grös, nema með því að vinna landið oftar en einu sinni og til nokkurrar dýpt- ar, og um leið, sem úrslitaatriði, að koma ríflegu magni af lífrænum og góðum bú- fjáráburði niður í moldina. Með því að segja þetta sem óbrotleg sannindi, er ekki verið að dæma bændur fyrir það, þótt þeir hafi fært út tún síh á síðustu 20 árum með risaskrefum og látið sér nægja „lélega yfirborðsræktun", sem svo gleypir tilbúinn áburð meira en svarar til eftirtekju. Þeim var nokkuð nauðugur sá kostur. En nú er kominn timi til að söðla um, fullrækta túnin hraðræktuðu með skynsamlegri endur- ræktun. Það er hið mesta hagsmunamál bændanna nú um stundir, og um leið stórkostlegt hagsmunamál þjóðarinnar. Fyrsta boðorðið í þeirri endurræktun, sem ekki má víkja frá —- ekki undir nein- um kringumstæðum, er að lwma ríku- legu magni af búfjáráburði niður í túnin um leið og þau eru plægð til endurræktr unar. Þetta er engin ný kenning. I febrúar 1920 komst ég svo að orði í blaða- grein, þar sem ég ræddi um að ganga á túnin og plægja þau til sléttunar og end- urræktunar, og koma búfjáráburði um leið niður í jörðina: „Yfirleitt eru íslenzku túnin ekki svo vel ræktuð, að ekki liggi nær að koma þeim í betri rækt, heldur en að slétta óræktar- móa utantúns." (Ath.: Þá var tilbúinn áburður ekki kominn til sögunnar, og mikið af túnunum ennþá þý£i). Árið 1941 skrifar myndarbóndi í Húna- þingi (Jón Hannesson í Þórormstungu) mér: „Reynsla mín við túnræktina er búin að sannfæra mig um, að við verðum svo fljótt sem unnt er að söðla um í rækt- unarmálunum, t. d. (að) koma áburðin- um ofan í jörðina." Þessi bóndi þekkti það, sem sannar- lega er vert að gefa gaum, að meðan ofanafristuaðferðin var í blóma sínum þótti sjálfsagt og aldrei of gert að bera sem mest af búfjáráburði, og öðru áburð- arkyns sem til náðist, í flögin undir þök- urnar. Bjuggu beðaslétturnar að þessu árum saman og spruttu betur en annað tún. Gömlu mennirnir, sem börðust við þúfurnar með undirristuspaðann einan að vopni, leystu þá þraut og skildu nauð- syn þess að koma áburðinum niður í túnin. Nú þegar bændur hafa tækniráð á hverjum fingri og á að skipa leiðbein- ingamönnum, er lært hafa um þetta sem eitt meginatriði allrar ræktunar, má helzt ekki á það minnast að plægja áburðinn niður í túnin. Það er talin óþörf og ómak- leg gagnrýni að minnast á slíkt. í höfuðborginni hafa menn hins vegar haldið fast í „trúna á mykjuna," enginn Reykvíkingur gerir svo að lóð sinni og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.