Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 40
38
PÁLL THEODÓRSSON
ANDVARI
liðu mörg ár þar til aðrir þættir en geislamælingarnar voru orðnir svo
umfangsmiklir í starfsemi stofnunarinnar að hún reis undir nafninu.
Eðlilega var litið á húsnæðið í kjallara Háskólans sem bráðabirgða-
rými. í árslok 1959 fluttist starfsemin í mun rýmra húsnæði á neðstu
hæð Þjóðminjasafnsins, þar sem Náttúrufræðisafnið hafði verið.
Nokkru síðar var tekið að kanna möguleikana á að færa út verksvið
stofnunarinnar með því að taka upp skipulegar rannsóknir á grunn-
vatnsstreymi á íslandi með mælingum á tvívetni og þrívetni, en stefnt
var að því að fá styrk erlendis til verkefnisins. Vorið 1960 var sótt til
Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar í Vín um styrk til að smíða og kaupa
tæki til mælinga á tvívetni og þrívetni til að Eðlisfræðistofnun Há-
skólans gæti lagt út í umfangsmikið verkefni þar sem rannsaka skyldi
grunnvatnskerfi landsins, bæði heit og köld. Þessi umsókn var sam-
þykkt um sumarið og hófst undirbúningur seint á sama ári.
Um þær mundir hafði geislavirkt úrfelli vaxið verulega í kjölfar
stóraukinna tilrauna stórveldanna með vetnissprengjur og var brýn
nauðsyn að auka mælingar á geislavirku úrfelli, einkum í matvælum.
Augljóst var að ekki var mögulegt að auka geislamælingarnar og hefja
skipulegar grunnvatnsrannsóknir nema rýmra húsnæði fengist. Á
þessum árum, þegar miklar hömlur voru á fjárfestingu og einasta
byggingarframkvæmd Háskólans í meira en áratug var að byggja hæð
ofan á íþróttahúsið, meðal annars vegna þess að stöðva þurfti leka á
flötu þaki, mátti búast við að mörg ár liðu þar til meira húsrými fengist.
Verkfræðingur, sem hafði unnið hjá Landssímanum, sagði eitt sinn frá
því í kaffi á Eðlisfræðistofnun að til stæði að flytja allar skeytasending-
ar frá gömlu loftskeytastöðinni við Suðurgötu upp í Gufunes. Þarna
blasti hugsanlega við lausn á vanda stofnunarinnar. Við vissum að
Þorbjörn hringdi skömmu síðar í póst- og símamálastjóra, Gunnlaug
Briem, en ekki hvernig undirtektirnar hefðu verið. Árangurinn kom í
ljós nokkrum mánuðum síðar, þegar háskólarektor tilkynnti á hátíð
sem haldin var í tilefni 50 ára afmælis skólans að Landssíminn hefði fært
Háskólanum gömlu loftskeytastöðina að gjöf og fengi skólinn hús-
rýmið til umráða eftir því sem Landssíminn flytti starfsemi sína þaðan í
áföngum. Með þessu leystust alvarleg vandamál vegna fyrirhugaðrar
aukningar í starfsemi stofnunarinnar.
Þegar hér var komið var á Eðlisfræðistofnun unnið að fjölbreyti-
legum rannsóknum: segulmælingastöð var rekin, segulstefna í bergi
var mæld, segulmælar smíðaðir, tvívetni og þrívetni grunnvatns var