Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 107

Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 107
ANDVARI AF ANNARLEGUM TUNGUM 105 brautir um ef nisval og form á leið til sérstæðs þroska, en íslenzkuð kvæði þessara brezku stórskálda. Vegna einstakra hæfileika Magnúsar hljótum við að gera þessa kröfu einmitt til hans. Hvort hann á eftir að verða við henni, um það skal engu spáð, en verkefnið bíður óleyst, bókmenntum okkar í dag og á morgun til tjóns.10 Ef til vill má sjá svar Magnúsar við þessari óbeinu áskorun í tilraun hans til að þýða The Waste Land eftir Eliot — en hann lýkur ekki nema við fyrstu 11 línur ljóðabálksins." Hefði hann lokið þessari þýðingu þá hefði hún óneitan- lega stungið nokkuð í stúf við þýðingarstarf hans að öðru leyti. Það starf einkennist meðal annars af „því vafasama tiltæki", eins og Magnús orðar það sjálfur, ,,að snúa rímlausum erlendum ljóðum til bundins máls á íslenzku."12 Þetta skrifar hann þegar hann á skammt eftir ólifað og má ætla að hann hafi þá verið farinn að endurskoða hugmyndir sínar um þýðingaraðferðir. í rannsókn sem gerð hefur verið á upphafi módernisma í íslenskri ljóðagerð er komist að svofelldri niðurstöðu um þátt ljóðaþýðinga Magnúsar: Áhrif þeirra á íslenska ljóðagerð eru trúlega tvenns konar. í fyrsta lagi kynntust íslensk skáld erlendum kveðskap í þessum ljóðum og fengu e.t.v. áhuga á að kynna sér erlenda frumtexta Ijóða sem aftur gátu orkað örvandi á ljóðasmíð þeirra. í öðru lagi er ekki ólíklegt að þær hafi taf ið fyrir og seinkað módernri þróun í 1 jóðlist hér á landi vegna þess að Magnús breytir formgerð alls þorra þeirra módernu ljóða sem hann þýðir, birtir þau í búningi „hinnar fornhelgu norrænu rímlistar" eins og hátíðlega var komist að orði eitt sinn.13 I ljóðaþýðingum sínum starfar Magnús því í fremur óslitnu framhaldi af þýðingum Steingríms Thorsteinssonar og Matthíasar Jochumssonar og leitast við að starfa innan þess samhengis sem íslenskar braghefðir marka. Ljóðaþýðingar Magnúsar geta því ekki talist framlag til þeirrar byltingar skáldskaparmálsins sem átti sér stað um miðbik aldarinnar. Öðru máli gegnir um ljóðaþýðingar Jóhannesar úr Kötlum sem hann safnaði árið 1948 í bókina Annarlegar tungur, undir dulnefninu Anonymus. Þetta er tímamótaverk í íslenskum ljóðaþýðingum, ekki síst vegna þess að þarna reynast þýðingar vera samstíga þeim umbrotum sem eiga sér stað í frumortri ljóðlist — þar á meðal í frumortum ljóðum Anonymusar sjálfs. Eftirmálsorð hans með þýð- ingunum undirstrika hve ólíkum augum þeir Magnús líta á hlutverk sitt sem þýðendur, því Jóhannes lætur ekki við sitja að halda óbundnu formi erlendra ljóða, heldur gengur enn lengra: „Þá hafa og sum kvæðanna, er upphaflega voru meira eða minna rímuð, verið færð hér til óbundinnar hrynjandi."14 Hvort sem við erum sátt við frjálslega meðferð Jóhannesar á þessum tilteknu ljóðum eða ekki, er ljóst að þýðingar hans eru í róttæku nýsköpunarhlutverki og að þær eiga að taka þátt í að frelsa Ijóðlist úr hefðarfjötrum. Þarna fáum við ljóð eftir skáld eins og E.E. Cummings, T.S. Eliot, Edith Södergran og Georg Trakl, á óbundnu íslensku ljóðmáli sem ögrar þeirri hefð sem hér var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.