Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 43
ANDVARI
PORBJÖRN SIGURGEIRSSON
41
vetfangi skynjaði þarna óvænta möguleika til að mæla segulsviðið í
borholum, sem hann hafði mikinn áhuga á, og upp úr þessu tók hann að
kanna málið af kappi. Hann skrifaði allmörgum fyrirtækjum erlendis,
sem framleiddu segulmæla, og spurðist fyrir um tæki til að mæla
segulsviðið í borholum. Ekkert þeirra framleiddi tæki, sem hægt var að
nota í þessu skyni.
Þorbjörn sá nú ekki aðra leið en að reyna að smíða þessa nýju gerð af
segulmæli, en ljóst var að það mundi kosta allmikið fé. Málið hefði því
vart náð lengra í bili ef ekki hefði verið búið að stofna nýjan sjóð,
Vísindasjóð, nokkru áður. Alllengi hafði verið rætt um stofnun sjóðs til
að styrkja vísindarannsóknir, en málið komst fyrst á rekspöl þegar
Rannsóknaráð skipaði nefnd 1955 til að gera tillögu í málinu. Björn
Sigurðsson, sem átti sæti í ráðinu, var aðalhvatamaður sjóðsins og var
hann formaður nefndarinnar. Árið 1957 var erfitt ár í íslensku
atvinnulífi en það er eins og oft sé auðveldara að treysta undirstöður
þjóðlífsins þegar hart er í ári, því þetta ár voru fyrrnefnd lög um
Háskólann samþykkt og einnig lög um Vísindasjóð.
Þorbjörn fékk vorið 1959 styrk úr sjóðnum til að smíða nýjan
segulmæli. Með þessu hófst merkur þáttur í sögu eðlisfræðirannsókna
hér á landi, smíði sérhæfðra mælitækja, sem byggðust á nýjustu raf-
eindatækni, en um þennan þátt verður rætt betur í næsta kafla. Styrkur
Vísindasjóðs var forsenda þess að nú var mögulegt að hefja nýtt
þróunarstarf sem átti eftir að vera grundvöllur eins umfangsmesta
verkefnis íslenskra rannsókna í jarðeðlisfræði við Háskólann.
Skömmu síðar fékk Þorbjörn til liðs við sig nýútskrifaðan rafmagns-
verkfræðing, Örn Garðarsson, sem hafði verið nemandi hans í fyrri-
hlutanámi. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort heppni eða yfirveg-
að val hafi ráðið því að Þorbjörn réð Örn til verksins því mér er til efs
að nokkur annar hafi á þessum tíma getað leyst verkefnið jafn vel og
fljótt og Örn gerði. Hann var sennilega í fyrsta árganginum við Poly-
teknisk Læreanstalt, sem lærði að nokkru marki um hið nýja tól
rafeindatækninnar, smárann, sem var farinn að ryðja sér nokkuð til
rúms í tækjum þar sem lítil fyrirferð og orkusparneytni skipti miklu
máli.
Vart kom annað til greina en að byggja nýja segulmælinn með
smárum. Hér var þó sýnt mikið áræði því þetta var fyrsta smáratækið
sem hannað var og smíðað hér á landi, það var flókið og aðstaða til
taekjasmíði var mjög frumstæð. Á stofunni var reyndar hafin smíði