Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 51
ANDVARI
ÞORBJÖRN SIGURGEIRSSON
49
verkstæði Eðlisfræðistofnunar Kaupmannahafnarháskóla en eftir
teikningu okkar. Kerfið fékkst fyrir um fjórðung þeirrar upphæðar
sem erlend kerfi kostuðu um svipað leyti. Án þessarar lausnar hefði
trúlega enn dregist að þrívetnismælingar gætu hafist.
Svipaða sögu var að segja af rafeindatækjum massagreinisins. Þor-
björn hafði ætlað Erni Garðarssyni að smíða tækin, en hann vann nú
hjá Rafagnatækni, eins og síðar verður greint frá, svo tækin voru
smíðuð þar, sem og nokkur önnur tæki Eðlisfræðistofu. Tæki þessi
voru að dómi hins bandaríska sérfræðings, sem hannaði massagreininn
og setti hann upp, betri en þau tæki sem hann hafði sjálfur. Og þau voru
mun ódýrari.
Umfangsmesta tækjasmíðin við Raunvísindastofnun var þó í
sambandi við jarðskjálftamælingar. Eorbjörn vann að margvíslegum
jarðeðlisfræðilegum verkefnum í Surtsey. Hann beitti sér meðal ann-
ars fyrir því að þar voru settir upp jarðskjálftamælar til að fylgjast með
hreyfingu hraunkvikunnar í iðrum jarðar. Hluti af þessu kerfi var
smíðaður á Raunvísindastofnun. Þetta var upphafið að umfangsmikl-
um jarðskjálftarannsóknum við stofnunina sem Sveinbjörn Björnsson
og Páll Einarsson hafa stjórnað. Fyrir verkefni þeirra voru smíðaðar
um 40 síritandi jarðskjálftastöðvar sem hafa verið settar upp víða um
land á vegum ýmissa stofnana. Erlend tæki voru höfð sem fyrirmynd,
en mörgu var breytt. Fjölmargir tæknimenn hafa unnið að tækjasmíð-
inni en þar hafa lengst starfað Jón Sveinsson, tæknifræðingur, og
Marteinn Sverrisson, verkfræðingur. í þessu verkefni var reyndar all-
mikil málmsmíði því síritar stöðvanna voru smíðaðir á Raunvísinda-
stofnun. Tækjasmiður stofnunarinnar, Karl Benjamínsson, hannaði og
smíðaði þessa mæla.
Þorbjörn beitti sér ekki einungis fyrir umfangsmikilli tækjasmíði við
Eðlisfræðistofnun og síðar við Raunvísindastofnun, heldur hafði hann
úrslitaáhrif á stofnun fyrsta íslenska rafeindafyrirtækisins, sem hafði
það meginmarkmið að hanna og smíða flókin rafeindatæki til rann-
sókna. Þetta hófst sumarið 1961. Blikur voru þá á lofti á Eðlis-
fræðistofnun sem fleiri opinberum stofnunum, launadeila stéttarfélags
verkfræðinga og stjórnvalda fór í hnút og endaði með því að meginhluti
verkfræðinga hjáríki og sveitarfélögum hætti störfum 24. júlí 1961, og
á Eðlisfræðistofnun hættum við Örn Garðarsson. Örn var þá nýkom-
inn heim frá eins árs dvöl í Bandaríkjunum þar sem megintilgangur
hans var að kynnast vel massagreini af sömu gerð og átti að koma til
4