Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 208
206
HANNES JÓNSSON
ANDVARI
Vínar-ráðstefnunni 20. mars 1815 skrifuðu fulltrúar Stóra-Bretlands, Austur-
ríkis, Frakklands, Portúgals, Prússlands, Spánar, Svíþjóðar og Rússlands
undir yfirlýsingu, þar sem ríkin viðurkenndu formlega ævarandi hlutleysis
Sviss og skuldbundu sig jafnframt til þess að tryggja það og verja sameigin-
lega. íslenskt hlutleysi studdist ekki við neinn slíkan milliríkjasamning og var
því „ævarandi“ aðeins í orði, ekki á borð.
Petta kemur í meginatriðum heim og saman við sjónarmið sem Bjarni
Benediktsson, þáverandi lagaprófessor við Háskóla íslands, setti fram. Hann
gerir m.a. yfirlýsinguna um ævarandi hlutleysi að umræðuefni í grein í Morg-
unblaðinu. 21. febrúar 1935 og segir: „Til þessa hefur ekki verið talið, að þetta
ákvæði hefði neina verulega réttarlega þýðingu, umfram hina sjálfsögðu
skyldu Danmerkur til að framkvæma tilkynninguna“6).
Jafnframt getur höfundur þess, að í riti sínu um þjóðréttarsamband íslands
og Danmerkur telji Einar Arnórsson yfirlýsinguna ekki skuldbindandi gagn-
vart öðrum ríkjum, engu sérstöku ríki sé veittur nokkur réttur með henni,
hún hafi þá eina þýðingu, að landið þurfi ekki að lýsa sig hlutlaust í hvert
skipti sem ófriður hefjist, þar sem slík yfirlýsing hafi verið gefin út í eitt skipti
fyrir öll.
í grein sinni í Morgunblaðinu vitnar Bjarni Benediktsson síðan til sjónar-
miða þýskra og ítalskra þjóðréttarfræðinga þar sem fram kemur hið ríkjandi
sjónarmið, að slíkar einhliða viljayfirlýsingar um ævarandi hlutleysi séu þýð-
ingarlausar án samnings þar um. í mesta lagi megi líta á þær sem samningstil-
boð til annarra ríkja, en þýðingu að alþjóðalögum geti þær ekki haft nema
gagnvart þeim ríkjum, sem samningstilboðinu taki. Hlutleysið taki ekki gildi
gagnvart þeim fyrr en frá þeim tíma, að samningurinn um hlutleysið sé
gerður.
Bjarni Benediktsson ræðir síðan nýstárlega kennningu þýska prófessorsins
dr. E. Wolgast í Wurzburg, sem heldur því fram að ísland sé þjóðréttarlega
skuldbundið gagnvart öðrum ríkjum til ævarandi hlutleysis vegna hlutleysis-
yfirlýsingarinnar. Pessu nýstárlega sjónarmiði hafnar Bjarni í samræmi við
ríkjandi sjónarmið alþjóðalaga þar um.
Hin sjálfviljuga, einhliða og ósamningsbundna yfirlýsing íslands um óvopn-
að hlutleysi var gefin út á friðartímum árið 1918. Friður hélst í Evrópu þar til
haustið 1939. Allan þann tíma var hlutleysi íslands því í raun fyrst og fremst
fræðilegt hlutleysi: yfirlýsing um stefnu, sem ísland mundi fylgja, ef stríð bryt-
ist út. Hún fól í sér, að ísland mundi ekki á neinn hátt taka þátt í stríði og
myndi sýna óhlutdrægni í öllum samskiptum sínum við stríðsaðila, ef til stríðs
kæmi. Virk í framkvæmd gat þessi stefna þó ekki orðið fyrr en ef stríð brytist
út. Framkvæmd hennar var háð því, að stríðsaðilar virtu hana eða viður-
kenndu.