Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 176

Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 176
174 BENEDIKT S. BENEDIKZ ANDVARI mun koma það á óvart að Konráð hlaut að eiga við marga erfiðleika - ekki síst þann að hversu mikill meistari sem hann var á íslenska tungu (og því neitar enginn að á sínum tíma var hann mestur málfræðingur hennar), þá var hann alls ekki svo kunnugur enskri tungu að hann gæti greitt úr flækjum orðanotk- unar og orðaskilnings á ensku með þeirri nákvæmni sem enskumælandi fræði- maður hefði getað miðlað honum. Þar á ofan, hefðu erfingjar Cleasbys kynnst vinnuaðferðum Konráðs eins og þeim er lýst í Dægradvöl Gröndals, þá hefði þeim fljótlega skilist að þær voru ekki ætlaðar til hraðra skila á verkefninu! Enda fór svo á endanum að erfingjunum leiddist þófið og þeir hugsuðu til þess að fá sér nýjan og afkastameiri orðabókarstjóra, og sendu mann út af örkinni til Hafnar til þess að finna hann meðal íslendinga þar. Sendiboðinn var blaðamaður hjá The Times, George Webbe Dasent að nafni. Ekki er sá sem þetta ritar í nokkrum vafa um það að verri sendingu gátu forlögin varla sent Guðbrandi Vigfússyni. Dasent var maður sem hafði hlotið góða almenna menntun (á Westminster skóla og Magdalen Hall, Oxford), heimsmaður mikill og yfirborðslegur, gjarn að blaðamanna sið að sletta sér út í stór fyrirtæki en (með einni heiðarlegri undantekningu) lítt gjarn að uppfylla loforð sín þegar á herti. Má lesa um hann í fyrirlestri þeim sem prófessor David Knowles hélt um bresku fornritaútgáfuna The Rolls Series sem forsetaembættisskyldu sína í The Royal Historical Society og gaf út síðar í bók sinni Four Historical Enterprises, og ætla ég engu að bæta þar við. Ekki verður annað séð af bréfaskiptum þeim sem til eru en að Dasent bæði tældi Guðbrand til Englands og ætlaði sér svo að hafa hinn stórvirka vísinda- mann sem skósvein sinn í norrænum málefnum þar. Að honum brást bogalist- in var af því að hann reyndist lítill mannþekkjandi, og má sjá það á bréfum þeim sem varðveist hafa til Guðbrands þar sem hann reynir að steyta sig fyrst, en hefur sýnilega fengið svör sem sýndu honum að Guðbrandur var frekar sá maður sem „sjálfur á sitt eigið lík/ og síst er annars senditík“. Hvað kom Guðbrandi til að taka á sig ferðina til Englands er erfiðara viðfangsefni, því þar skortir nú algerlega skrifaðar heimildir. Þegar hér var komið var Guð- brandur þrjátíu og sjö ára gamall. Hann var einstæðingur - á alla vegu - ég hef engan fundið sem hann átti sem þann trúnaðarvin er hann gæti ráðgast við í erfiðum málefnum. Án efa hefur óvinátta hans og Konráðs átt sinn hlut í endanlegri ákvörðun hans, því nú gæti hann sýnt að hann væri fær til þess að ljúka því verki sem Konráði var að verða ofviða. Samt er einn þráður annar í ævivoð Guðbrands sem varla hefir verið nefndur af öðrum, þó að Finnur Sig- mundsson landsbókavörður kæmi þar nærri er hann ritaði um Guðbrand í bréfasafni því er hann gaf út undir nafninu Úrfórum Jóns Árnasonar, en það eru ástamál Guðbrands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.