Andvari - 01.01.1989, Page 205
HANNES JÓNSSON
íslensk hlutleysisstefna
Frœðilega hlutleysið 1918-1941
Það er upphaf hlutleysisstefnu sjálfstæðs og fullvalda íslensks ríkis, að í sam-
bandslagasamningnum við Dani, sem tók gildi 1. desember 1918, segir svo í
19. grein: „Danmörk tilkynnir erlendum ríkjum, að hún samkvæmt efni þess-
ara sambandslaga hafi viðurkennt ísland fullvalda ríki, og tilkynnir jafnframt,
að ísland lýsi yfir ævarandi hlutleysi sínu og að það hafi engan gunnfána.“
Enda þótt þarna sé að finna upphaf hlutleysisstefnu sjálfstæða íslenska kon-
ungsríkisins þá var þetta í raun framhald á hlutleysisstefnu Norðurlanda.
Danmörk, Noregur og Svíþjóð voru hlutlaus í fyrri heimsstyrjöldinni. Þetta
gilti fyrir ísland eins og Danmörk áður en ísland öðlaðist fullveldi og sjálfstætt
íslenskt konungsríki var stofnað 1. desember 1918. Hlutleysisstefnan, sem ís-
land lýsti yfir 1918, var því ekki ný heldur eins konar framhald af danskri
hlutleysisstefnu, aðlöguð að viðhorfum leiðandi manna í hinu nýstofnaða
konungsríki.
Ríki þau, sem lýstu yfir hlutleysi í fyrri heimsstyrjöldinni, gerðu það yfir-
leitt á grundvelli Haag-sáttmálans frá 1907 um réttindi og skyldur hlutlausra
ríkja og einstaklinga í stríði á landi og sjó og voru því bundin meginákvæðum
hans um hlutleysi.
Oppenheim fjallar ítarlega um hlutleysi í sinni sígildu bók um alþjóðalög.
Segir hann m. a. að skilgreina megi hlutleysi sem óhlutdrœgt viðhorfþriðja
ríkis til stríðsaðila, enda viðurkenni þeir hlutleysisstefnuna sem skapi þá rétt-
indi og skyldur, er stríðsaðilar og hlutlausa ríkið þurfi að virða^. Stríðsaðilar
þurfa sem sé að viðurkenna hlutleysið til þess að það verði marktækt.
Oppenheim bendir einnig á það, að því aðeins sé hægt að framkvæma hlut-
leysisstefnu, að bæði hlutlaus ríki og stríðsaðilar breyti í samræmi við hlut-
leysisreglur að alþjóðalögum. Segir hann, að tvenns konar réttindi og tvenns
konar skyldur gildi fyrir bæði hlutlaus ríki og stríðsaðila.
Skyldur hlutlausra ríkja eru fyrst og fremst þær að sýna stríðsaðilum fyllstu
óhlutdrægni, en í öðru lagi að láta sér lynda að hvor stríðsaðilinn sem er noti
rétt sinn til þess að refsa kaupskipum hlutlausa ríkisins fyrir að brjóta
hafnbann, flytja bannvörur eða láta á annan hátt í té hlutdræga þjónustu við
annan stríðsaðilann2).