Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 191
SIGURJÓN GUÐJÓNSSON
Sálmabókin 1886
Þann 25. mars 1878 sendi dr. Pétur Pétursson biskup sr. Birni Halldórssyni
prófasti í Laufási svohljóðandi bréf:
„Þótt ég ætli, að það sé almennt viðurkennt, að messusöngbók vor hafi tek-
ið miklum bótum við endurskoðunina seinast, [hér á biskup við sálmabókina
1871], bæði að því leyti sem viðbætirinn [á við viðauka 1861] var tekinn inn í
hana, og hún á ýmsan hátt löguð og aukin, varð þó ekki með sanngirni ætlast
til, að þessi endurskoðun yrði sú fullnaðarbók, sem aldrei þyrfti frekari að-
gjörða við, bæði þegar litið er til hins stutta undirbúningstíma, og til hins, að
þetta yfirgripsmikla vandaverk hvíldi að mestu leyti á einum manni [hér á
biskup við sr. Stefán Thorarensen], sem þar að auki hafði öðrum embættis-
störfum að gegna.
Það er því auðvitað, að messusöngbókin gæti orðið ennþá fullkomnari, ef
hin mörgu góðu skáld, sem vér eigum hér á landi legðust öll á eitt í þessu efni,
bættu í hana nýjum og góðum sálmum, kvæðu upp aptur suma af hinum eldri
sálmum, sem eru útlagðir og menn vildu halda, og ef til vill, breyttu flokka-
skipuninni.
Mér hefur því hugkvæmst að fá setta nefnd, skipaða sjö mönnum, til að
gangast fyrir og stjórna þessu fyrirtæki; en þeir eru: þér [þ. e. B. H.], sr. Páll
Jónsson á Völlum, prestaskólakennari Helgi Hálfdánarson, Steingrímur
skólakennari Thorsteinsson, sr. Matthías Jochumsson, sr. Valdimar Briem,
og sr. Stefán Thorarensen á Kálfatjörn.
Ég ætlast til að nefndin að því leyti, sem kringumstæður leyfa, eigi fyrst
fund með sér 5. júlí n. k. á hádegi, annað hvort hjá mér, eða í húsi prestaskól-
ans, að hún þá kjósi forseta og skrifara, skipti verkum með sér; skori á þá,
sem hún veit, að muni geta orkt, eða eiga góða sálma, að senda sér þá, og að
hún þar eftir skrifist á og ráðgist um allt, sem nefndinni þykir nauðsynlegt.
Ég leyfi mér því hér með að skora á yður að ganga í þessa nefnd, og vona,
að þér álítið það siðferðislega skyldu yðar að verða við þessum tilmælum
mínum.
Án þess að fjölyrða um þetta, bið ég yður, að láta mig vita, svo fljótt sem
hentugleikar leyfa, hvort ég má ekki telja yður í tölu þeirra, sem takast þetta
mikilvæga starf á hendur.“