Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 203
ANDVARI
SKÖPUNARÁR FRAMSÓKNARFLOKKSINS
201
mannahöfn. Það þótti ekki heldur óráðlegt að bíða og láta gömlu flokkana
leysast upp, en leggja því meira kapp á undirbúninginn. í bréfi Jónasar til
Jóns, sem dagsett er 30. desember 1914, segir m.a. á þc^a leið:
„Vilt þú að ungir menn skipi sér í tvær sveitir undir gömlum merkjum? Eða
ætlum við að sameina okkur og standa á eigin fótum? Hið fyrra er á móti vilja
flestra efnilegra manna, sem ég þekki.
Ég hygg allgóðan jarðveg meðal jafnaldra víða um land með að stofna
radikalan vinstri manna flokk eða bændaflokk."
Síðar í sama bréfi segir:
„Flokkshugmyndin liggur í loftinu og ætti að komast á, þegar stríðinu
lýkur.“
í bréfi Jónasar til Jóns, sem er dagsett 24. janúar 1916, segir á þessa leið:
„Mér finnst útlitið gott. Hið gamla er að hverfa í reyk. Á næstu tveimur
árum skýtur upp ýmsum kynlegum kvistum. Þá komum við með sterkt vel-
undirbúið blað, sem safnar undir merki sitt öllu, sem liggur milli Heimastjórn-
ar, sem er að verða hægri flokkur, og verkamanna í bæjunum.“
En nú tóku atburðirnir að gerast hraðar en Jónas og félagar höfðu séð fyrir.
í þeim efnum ollu þó landskjörkosningarnar sumarið 1916 mestu. Bænda-
flokkurinn bauð fram sérstakan lista og fékk engan mann kjörinn, en hins
vegar náði efsti maðurinn á lista óháðra bænda kosningu, Sigurður Jónsson í
Ystafelli. Jónas hafði reynt að tryggja honum efsta sætið hjá Bændaflokknum,
en það mistekist. Þá sneri hann sér til Gests Einarssonar á Hæli, sem
forustumanns óháðra bænda á Suðurlandi og fékk hann til að fallast á, að Sig-
urður yrði efsti maður á lista óháðra bænda. Jafnframt fékk Jónas því
framgengt, að Hallgrímur Kristinsson tæki sæti á listanum. Þeir Hallgrímur og
Sigurður tryggðu stuðning kaupfélagsmanna víða um land. Enn kom Jónas
því til leiðar að Sveinn í Firði yrði frambjóðandi óháðra bænda í Suð-
ur-Múlasýslu, en bróðir konu Jónasar var tengdasonur Sveins. Sveinn náði
kosningu og höfðu óháðir bændur þannig orðið tvo menn á þingi. Þessi sigur
óháðra bænda var ekki minnst að þakka því, að margir af forustumönnum
ungmennafélaganna, sem unnu að stofnun nýs landsmálablaðs með Jónasi,
studdu lista óháðra bænda. Þar var í raun risin upp hreyfing, sem hafði mikil
áhrif í kosningunum.
Nokkrir þingmenn á Norðurlandi og Austurlandi hittust á Seyðisfirði í
desember 1916, þegar þeir voru á leið til þings. í þeim hópi voru Sveinn og
Sigurður og Þorsteinn M. Jónsson, skólabróðir og vinur Jónasar úr gagn-
fræðaskólanum á Akureyri. Auk þess nokkrir þingmenn Bændaflokksins, sem
höfðu náð endurkjöri. Þorsteinn M. Jónsson hafði hins vegar náð endurkjöri
sem óháður sjálfstæðismaður. Þessum mönnum kom saman um, að bændur
yrðu að standa saman á þingi, en hvorki óháðir bændur né Þorsteinn M. Jóns-
son vildu fallast á bændaflokksnafnið, enda hafði það ekki reynst sigursælt í