Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 157
ANDVARI
KRÚNA f KANTARABORG
155
Þorvarður eða Sturla?
Vegna „leitarinnar að höfundi Njálu“ ber þó að benda á það í lokin, að hugs-
anlega færði annar maður Hrafnkötlu og Njáls sögu í letur en Þorvarður Þór-
arinsson. Að vísu bendir gjörvallt það samband sem hér hefur verið athugað
til þess, að Þorvarður Þórarinsson hafi verið ofarlega í huga þess eða þeirra er
teljast „höfundar“ sagnanna tveggja, en það sker ekki úr. Þetta verður þegar
ljóst af því, hversu ólík frásögnin af Höskuldi Njálssyni dauðum er frásögn
Thomas sögu af „sárafari“ erkibiskupsins:
„Svo ganga þessir glæpamenn út af musterinu, að þeir hafa margar greinir
verri og ómannlegri en þeir, er krossfestu Jesúm Kristum. Vor herra píndist
utan borgar, en heilagur Tómas innan kirkju, júðar hlífðu vorum herra fram-
liðnum án beinbrot, en þeir unnu á erkibiskupi andlausum dreifandi hans blóð
og bein með heila innan um kirkjuna“21).
Heilt höfuð Höskulds Njálssonar á ekkert skylt við þessa lýsingu af dýr-
lingnum enska. Frásagnirnar eru beinlínis andstæðar. Þannig verður „sára-
fari“ Tómasar Becket ekki jafnað til 16 sára Höskulds, enda þótt Þorgils
skarði missi krúnuna eins og erkibiskupinn. Hitt sýnist ljóst, að afhöggvin
krúnan er hluti sömu hugmyndakeðju og „sárin 16“. Eru teiknin raunar svo
glögg, að snúa mætti rökleiðslunni við: beita Þorgils sögu skarða til að sanna
traustleik niðurstöðunnar um eðli STEFSINS.
Sá möguleiki er fyrir hendi, að tölurnar 22 og 7 í tengslum við 16 sár á Þor-
gilsi skarða dauðum séu sagnfræði ellegar „tilviljun“. Sá möguleiki er hins
vegar órafjarlægur, þá er tengsl þeirra talna í bland við afsniðna krúnu erki-
biskups eru gaumgæfð. Einfaldasta skýringin á sárafari Þorgils skarða er sú,
að sá sem færði sögu hans í letur hafi þekkt tengsl tölvísinnar við forna hug-
myndafræði. Hafi Sturla sagnameistari Þórðarson átt hlut að skráningu Þor-
gils sögu skarða verður þannig að telja náið nef Sturlu augum Þorvarðs Þór-
arinssonar.
Er sárafari fornu þar með vísað til þeirra er stunda leitina. Hitt þykir mér
merkilegast að sjá afsniðna krúnu svo augljóslega tengda tölvísi hins örlög-
þrungna STEFS íslendingasagna. Sárafar Þorgils skarða bendir til, að hug-
myndafræði STEFSINS hafi verið lifandi á dögum Sturlunga.