Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 80
78
SIGFÚS DAÐASON
ANDVARI
hefur haldið um för sína til ísafjarðar og kaupavinnu í Dýrafirði sumarið
1916, og þó þykir honum lífið Ijótt á ísafirði og ljótara en í Reykjavík.
III
„Þessi sílogandi eilífðarneisti inst í sjálfum manni er ansi skemmtilegur, eftir
að manni hefir tekist að höndla hann,“ skrifar Þórbergur í ferðadagbók sína
frá 1918, 10. ágúst (11,25.) Þá er hagur hans farinn að vænkast nokkuð, og
hann talar við sjálfan sig all-glaðlega, og lýsir því fólki sem hann hittir með
kímni og heldur góðviljaðri gagnrýni. Hann er þá nýbyrjaður að iðka yoga og
verður að fara laumulega með æfingarnar þar sem hann gistir á bæjum í
Norðurárdal. Það verður reyndar að teljast líklegt að Þórbergur hafi verið
kominn upp úr dýpstu eymdarlægðinni þegar 1916, til þess bendir t. d.
ýmislegt í „ferðadagbók 1916“ frá Vestfjarðadvöl hans. En Þórbergur á
sífellt í baráttu við sjálfan sig, hann er að temja sjálfan sig, og gengur
misjafnlega, fellur stundum í sitt forna far: „Nú er eg ræfill. Mitt persónulega
eg er horfið. Inn óstýriláti sérvitringur er orðinn bljúgur almúgamaður. 3)
Minn sjálfstæðishugsunarháttur liggur úti í horni. Ofan á er eg borgaraleg
mannkind með sama kristilega hugsunarhættinum og fjöldinn.“ (I, 227.)
Þarna kemur í ljós að Þórbergur er vísvitandi að leitast við að skapa sér
persónuleika sem hæfir honum ekki allskostar. Mun ekki lengi hafa eimt eftir
af þessu? Ég man til þess að á efri árum Þórbergs þótti næmu fólki framkoma
Þórbergs, einkum í fjölmenni, ekki eðlileg heldur tilbúin. Þegar Þórbergur
var einn með gesti sínum gat hann hinsvegar verið ljúfmennskan og einlægnin
uppmáluð.
Ég hygg að „innra líf“ Þórbergs hafi lengi vel að miklu leyti verið fólgið í
baráttu við sjálfan hann, og þegar hann er að telja upp hvað hann hafi öðlazt
með yoga-iðkunum, telur hann ekki sízt það að „jarðneskar byltingar og
kollhlaup hafa mist áhrifamagn sitt, kippa mér ekki lengur úr stellingum.“ 4)
En nú var Þórbergur ekki heilagur maður. Hann vissi nákvæmlega eins og
Bertolt Brecht um líkt leyti, að „ „Alt, sem hefir upphaf, þrýtur.“[...] „Vér
höfum aðeins stundarfrest.“ (II, 62.) Og hann vissi líka að „þekkingin ein er
fær um að létta af þér oki eymdarinnar.“ (11,63.) Eigi að síður, þegar hann er
lagður af stað á togara til útlanda í fyrsta skipti, finnst honum „alt þetta tal um
menningu dæmalaust lítilfjörlegt. Trollaralífið er alvarlegra og þyngra en svo
á bárunni, að menn eins og eg og mínir nótar geti vegið hátign þess með
orðum.“(II,75.)
í síðara bindi eru eins og fyrr segir allmörg bréf, þar á meðal nokkur skrifuð
á þeim tíma þegar Þórbergur var að setja saman Bréf til Láru. Bréf til