Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 221
ANDVARI
ÍSLENSK HLUTLEYSISSTEFNA
219
tjón á mönnum, tækjum og eignum, sem hin óvænta leiftursókn olli fyrstu
daga og vikur árásarinnar. Eftir hálfan annan mánuð, í fyrri hluta ágúst 1941,
var vígvél Hitlers komin til Smolensk, 190 mílur frá Moskvu30).
Adolf Hitler og herráð hans var eðlilega í sigurvímu fyrstu vikur og mánuði
innrásarinnar í Sovétríkin. Hin mikla sókn Þjóðverja, mikið mannfall Rússa
og eyðing borga, bæja og eigna í Sovétríkjunum, olli því einnig, að banda-
menn ofmátu herstyrk Pjóðverja í stríðinu við Sovétríkin. Averell Harriman
skýrir t.d. frá því, að flestir herforingjar bandamanna hafi litið svo á í upphafi
sóknarinnar, að Sovétríkin mundu geta varist sókn þýska hersins í mesta lagi
þrjá mánuði. Hann skýrir frá samtali, sem hann átti við Wavell herforingja í
byrjun árásarinnar á Sovétríkin. Segir hann, að herforinginn hafi þá talið
líklegt, að Pjóðverjar mundu sigra Sovétríkin á sex vikum. Ennfremur segir
Harriman, að skoðun Wawells herforingja og foringjaliðs hans hafi verið sam-
hljóða áliti ráðandi manna í Washington. Síðan segir Harriman:
„Henry L. Stimson hermálaráðherra gaf Roosevelt forseta skýrslu, þar sem
hann sagði að,veruleg eining’ væri milli Marshalls herforingja, stríðsáætlana-
deildar herforingjaráðsins og hans sjálfs um afleiðingar þýsku árásarinnar:
1. Þjóðverjar munu einbeita sér að því að sigra Rússa í a. m. k. einn mánuð
og hugsanlega í mesta lagi þrjá mánuði;
2. Þennan tíma verða Þjóðverjar að hverfa frá eða slaka á við:
a) hvers konar innrás á Bretlandseyjar;
b) hvers konar tilraun til þess að ráðast á ísland eða hindra okkur í að her-
nema það;
c) þrýsting á Vestur-Afríku, Dakar og Suður-Ameríku;
d) sérhverja tilraun til þess að umkringja her Breta í Egyptalandi með því
að fara um írak, Sýrland eða Persíu;
e) líklegan þrýsting í Líbýu og í Miðjarðarhafslöndunum“31).
Það vekur sérstaka athygli, hve ofarlega á blaði ísland er í mati bandaríska
herráðsins og hermálaráðherrans á stöðu mála eftir að Þjóðverjar gerðu inn-
rás í Sovétríkin.
Þetta yfirlit um hernaðarmöguleika Þjóðverja eftir innrásina í Sovétríkin,
sem tekið er úr endurminningum Averell Harrimans, sýnir líka ótvírætt hvers
vegna bandamenn voru svo áhugasamir um að hjálpa Rússum við að berjast
við innrásarher Þjóðverja. Það skýrir líka, hvers vegna bandamenn höfðu
áhuga á, að bardaginn á austurvígstöðvunum drægist sem mest á langinn. Að
vísu höfðu þeir ekki meiri trú á Rauða hernum en svo, að þeir töldu víst að
hann yrði sigraður eftir 1-3 mánuði.
Afleiðing þessara viðhorfa var sú, að „Churchill lýsti strax yfir samstöðu
með Rússum gegn Hitler... Roosevelt gerði hið sama í boðskap, sem hann lét
Sumner Wells flytja. Cripps og Molotov undirrituðu samkomulag 12. júlí
1941, sem síðar leiddi til myndunar bresk-sovéska bandalagsins 26. maí 1942.