Andvari - 01.01.1989, Side 82
80
SIGFÚS DAÐASON
ANDVARI
V
Sjálfslýsing og sjálfsgreining Þórbergs er einn merkilegasti þátturinn í verki
hans, og er þetta alkunna. í þrítugasta og þriðja kafla Bréfs til Lánt fer hann á
kostum og tekst þar vissulega að lýsa einum aðalþættinum í skaphöfn sinni:
„Ég er gæddur þeirri dýrmætu náðargáfu að geta séð alvarlega hluti í bros-
legu ljósi [...] Maður, sem á vegi mínum verður, klofnar kanski í tvær
persónur. Ef ég þekki manninn lítið, fæ ég oft ekki séð hvor persónan er hans
eigin. Önnur er hátíðleg eins og himneskur brúðgumi og tekur sjálfa sig
afaralvarlega eins og hún eigi peninga í sparisjóði eða sé prófessor við
'náskóla íslands. En hún hefir enga hugmynd um hinn skoplega fylginaut
sinn. Hann sér alvarlegu persónuna og gerir napurt gys að þessum borgara-
lega félaga sínum, hermir eftir honum hreyfingar hans og látbragð og þykir
auðsæilega skömm til koma að eiga sambúð við þennan uppskafning.“ Þór-
bergur getur þess ekki hér að þessum sjónum beinir hann einatt líka að
sjálfum sér.
I Bréfi til Láru fer Þórbergur með himinskautum. Hann skrifar eins og sá
sem valdið hefur, og lætur ekkert halda aftur af sér. Munurinn er mikill frá því
hann var að berjast við heiminn eða sjálfan sig árið 1913 eða 1914. Er þessi
sveifla of stór? Er Þórbergur sjúkdómstilfelli? Án efa væri farið að rannsaka
rithöfundinn Þórberg með sálfræðilegum aðferðum, ef við ættum heima í
stærra þjóðfélagi með fjölbreytilegri fræðaiðkan. En segjum svo að setja
mætti eitthvert sjúkdómsheiti á sálarlíf og höfundskap Þórbergs. Værum við
einhverju nær? Og altjent þyrfti þá að minnast þess sem einhver frömuður
læknisfræðinnar lét sér um munn fara fyrir löngu: „sjúkdómar eru ekki til, en
sjúklingar eru til.“
En Þórbergur leitaði sífellt þroska. Þegar hann var hálfsextugur hitti hann
þann mann sem stýrði honum inn á nýjar brautir, en sá var séra Árni
Þórarinsson. Það voru ein mestu tímamót ævi Þórbergs, sjöunda eða áttunda
endurfæðing. Öfgarnar í skapgerðinni milduðust, vizkan varð vizka hins
almenna, hins rótfasta, Þórbergur varð nú meistari þjóðarinnar en ekki
,,ofvitanna“.
VI
Lesendum Þórbergs hlýtur að þykja fagnaðar- og fróðleiksauki að þeim
bókum sem hér hefur verið fjallað stuttlega um; en vera má að nokkur
vonbrigði blandist fögnuðinum. Bækurnar eru ekki annað en sýnishorn úr
eftirlátnum skrifum Þórbergs, ærið sundurslitin sýnishorn. Samt má all-vel