Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 145
EINAR PÁLSSON
Krúna í Kantaraborg
Barði og STEFIÐ
Tveir tugir þekktustu sagna íslendinga eru ritaðar með hliðsjón af talnaröð,
sem setja mætti svo upp: 5 - 16/18 - 19. Fjöldi aukastærða og hlutfalla tengist
þessari talnaröð, sem hér eftir verður nefnd STEFIÐ; vegna efnismarka verð-
ur öllu öðru en aðalatriðum sleppt í þessari grein. Pað einkennilega STEF,
sem hér er frá greint, hefur reynst óskýranlegt nema miðað sé við forna hug-
myndafræði. Ein lausn á tilvist hennar er ólíkt sennilegri en aðrar, sú, að
STEFIÐ hafi verið hluti af Vanadýrkun, þeirra Njarðar, Freys og Freyju, og
að sú Vanadýrkun eigi sér hliðstæðu í fornum arfi Miðjarðarhafslanda. Það
merkir, að þau systkinin Freyr og Freyja voru í raun „sömu“ goð og þau er
Forn-Egyptar nefndu Ósíris og ísis. Pegar svo er tekið til orða er átt við það,
að eigi sé um yfirborðskennd líkindi að ræða, heldur furðu nákvæma samsvör-
un, er varðar lög, dóma, mál og mörkun vegalengda.
Niðurstaða þessi mun eigi aðeins óvænt Islendingum, heldur og þeim er
stunda egypzk fræði. Eftir því sem bezt er vitað hafa eigi verið lagðar fram til-
gátur um lausn þessa máls í ritum Egyptalandsfræðinga. Sýnist skýring þess
einkum sú, að húmanistar eru yfirleitt lítið gefnir fyrir tölur, sumir þeirra
beinlínis frábitnir stærðfræði. Þannig verður hið merka rannsóknarefni fornr-
ar tölvísi jafnan út undan, þá er kafað er í mikilvægustu þanka eldri samfé-
laga. Það atriðið, sem mestu skiptir í þessari grein, má hins vegar orða á til-
tölulega auðskilinn hátt: fornmenn skiptu Manninum sem hugtaki í 18 eining-
ar. Þeim einingum deildu þeir aftur í 16 auk 2. Nítjánda einingin fylgdi með,
en hún var ekki heil. Átti brotið 16/18 rætur að rekja til þess, að Maðurinn
mældist tvær einingar frá öxlum að hársverði; krúna Mannsins var utan máls
og virðist hafa verið talin aðsetur sálarinnar. Þannig segir tilgáta RÍM, er að
þessu lýtur, að fornmenn hafi talað um Manninn sem töluna 18 auk hins nítj-
ánda, er varðaði andlegt líf, auð (þ.e. frjósemi) og endurfæðingu. Þetta mál
er einkum rakið í riti undirritaðs, STEFINU, er út kom 1988 (sjá t. d. niður-
stöður í k. 181 - 200)1).