Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 62
60
PÁLL THEODÓRSSON
ANDVARI
Hann gaf sjálfur skýringu á þessu í viðtalinu í Tímariti Máls og menn-
ingar frá árinu 1965, þegar hann svarar að lokum spurningu um hvort
hann hafi áform um eitthvert verk, sem hann langi til að láta fram-
kvæma og ekki hefur enn verið unnt að sinna. Pessu svarar Þorbjörn:
Ég hef alltaf áform um meira en hægt er að koma í verk. Þetta gildir bæði um
starfsemi stofnunarinnar í heild og eins um þau verkefni sem ég hef sérstaklega
ætlað mér að vinna að sjálfur. Sum þeirra komast í framkvæmd þegar tímar
líða, önnur verður að leggja alveg á hilluna. Hvað sjálfan mig snertir kysi ég
helst að geta einbeitt mér að ákveðnu rannsóknaverkefni, en reyndin hefur
oftast orðið sú að aðrir verða að taka við svo að eitthvað gangi. Ég er of
margskiptur og minnst af tíma mínum get ég helgað vísindastörfum.14
Þegar litið er á þann fjölda verkefna sem hann vann við og hve sum
þeirra voru mikilvæg í alþjóðlegum vísindum, vaknar stundum sú
spurning, hver framvinda mála hefði orðið, ef hann hefði ekki dreift
svo kröftum sínum heldur einbeitt sér að verkefni, sem líklegt var að
gæti leitt til stórsigra fyrir hann, eins og stundum er komist að orði í
tilefni sem þessu. Þegar hann vann að rannsóknum sínum í Bandaríkj-
unum voru geimgeislar einn gjöfulasti vettvangur eðlisfræðinnar og
voru það enn um langt árabil. Þar var Þorbjörn kominn framarlega í
hópi þeirra vísindamanna, sem rannsökuðu geimgeisla og frami hefði
vafalítið beðið hans, ef hann hefði haldið þar áfram rannsóknum. Nóg
fé var til rannsóknanna í Bandaríkjunum og aðstaða hvergi betri. Hvað
hefði beðið hans? Svarið er einfalt, hann hefði þá trúlega ílenst erlendis
og sú saga, sem hér er sögð, hefði aldrei orðið til.
Bergsegulrannsóknir á Islandi áttu drjúgan þátt í að renna stoðum
undir þá kenningu sem á síðustu tveimur áratugum hefur bylt hug-
myndum vísindamanna um jarðskorpuna og leitt af sér hina nýju
landrekskenningu. Þarna var Þorbjörn í fararbroddi og rannsókna-
vettvangurinn lá við túnfótinn. Hefði ekki frami beðið hans ef hann
hefði helgað sig bergsegulrannsóknum í stað þess að snúa sér að öðrum
verkefnum?
Eða ef hann nokkrum árum síðar hefði einbeitt sér að því að þróa
hina nýju aðferð með argoni sem olli byltingu í aldursgreiningu á ungu
bergi og var lykillinn að mikilvægum rökum fyrir landrekskenninguna?
Auðvelt hefði verið að ná samstarfi við erlendar rannsóknastofur til að
fylgja verkefninu eftir og hefði þá vafalítið mátt koma upp aðstöðu hér
á landi til aldursgreininga með aðferð hans.
Þegar hugsanir manns leita í þennan farveg er stutt í að farið sé að