Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 217
ANDVARI
ÍSLENSK HLUTLEYSISSTEFNA
215
samtali eftir með öðru samtali 22. janúar 1941. Þá skýrði hann svo frá, að Cor-
dell Hull utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefði sent sér símskeyti, þar sem
fram kæmi að ríkisstjórn Bandaríkjanna „fylgdist með málum íslands af
áhuga og gerði sér það ljóst, að hættur gætu steðjað að landinu, og ef svo færi
á næstu tímum, að England yrði yfirunnið, myndi stjórn U.S.A ef til vill grípa
til sérstakra ráðstafana út af íslandi, svo að það yrði ekki öðrum að bráð“21).
,ABC-r og „ICARUS“
Ljóst er, að ráðamenn í Washington, London og Berlín, jafnvel einnig í
Ottawa, veittu hernaðarlegu mikilvægi íslands æ meiri athygli eftir því sem á
seinni heimsstyrjöldina leið.
Snemma á árinu 1941 juku Þjóðverjar mjög stríðsrekstur sinn. Pá fóru fram
leynilegar viðræður háttsettra breskra og bandarískra herforingja í Washing-
ton. Segir Benedikt Gröndal þær hafa staðið í tvo mánuði og 27. mars hafi
verið gengið frá sameiginlegri hernaðaráætlun, sem kölluð var „ABC-1“.
Samkvæmt þessari áætlun var gert ráð fyrir því, að Bandaríkjamenn tækju í
september 1941 við vörnum íslands af Bretum22'.
Tveim dögum áður en „ABC-1“ áætlunin varð til eða 25. mars 1941, stækk-
aði Þýskaland hernaðarsvæðið á Norður-Atlantshafi, lýsti yfir að ísland væri
innan þess og að það næði að austurströnd Grænlands. 1 yfirlýsingu, sem gefin
var út í Berlín sama dag, var sú ástæða færð fyrir hinu aukna hernaðarsvæði,
að Bretar hefðu brotið alþjóðalög með því að hernema ísland og koma þar
upp herstöðvum. „Hafi hafnbannsvæði það, er Þjóðverjar ákváðu umhverfis
Bretlandseyjar sumarið 1940, verið stækkað og næði framvegis norður fyrir ís-
land og vestur að landhelgi Grænlands og suður Atlantshaf fyrir vestan
ísland“23).
Ljóst er af dagbókum þýsku flotastjórnarinnar, að einnig hún veitti hernað-
arlegu mikilvægi íslands æ meiri athygli. Sumarið 1940 lagði Erich Raeder að-
míráll t. d. mjög ákveðið að Adolf Hitler og naut til þess fyllsta stuðnings
Hermanns Görings, að Þjóðverjar hernæmu hernaðarlega mikilvægar eyjar í
Atlantshafi, sérstaklega þó ísland og Azóreyjar, m. a. til þess að koma í veg
fyrir að Bandaríkjamenn næðu þar yfirráðum. í framhaldi af þessum umræð-
um var flotastjórninni falið að gera áætlanir um innrás í ísland. Var henni gef-
ið dulnefnið „ICARUS“. Skýrsla um málið var lögð fyrir Hitler á fundi í
Wolfsschanze, höfuðherstjórnarstöð Hitlers, 20. júní 1940. Áætlun þessi kom
þó ekki til framkvæmda, einkum vegna fyrirsjáanlegra flutningaerfiðleika. Til
að taka ísland við aðstæður bresks hernáms og viðhalda þýsku hernámsliði
hér var talið, að allur þýski flotinn þyrfti fyrst í stað að vera að baki innrás-
inni, ef hún ætti að heppnast. Þótti þetta í of mikið ráðist.