Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 12

Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 12
10 PÁLL THEODÓRSSON ANDVARI IV Háskólanám Þorbjörn var með hæstu einkunn stúdenta á Akureyri þetta vor og tryggði það honum „stóra styrkinn" sem Menntamálaráð veitti ár hvert fjórum efnilegum stúdentum til náms erlendis, en styrkurinn var til fjögurra ára. Fjöldi efnalítilla námsmanna átti á þessum árum það stóra styrknum að þakka að þeir gátu valið þá grein, sem hugur þeirra stóð helst til. Þorbjörn gat nú haldið til náms í eðlisfræði í Kaupmanna- höfn síðsumars 1937. Á þessum árum stóð stofnun Niels Bohrs, eða Universitetets Institut for teoretisk fysik eins og hún hét þá, með miklum blóma. Eðlisfræðistofnunin hafði verið reist 1921 í viður- kenningarskyni fyrir afrek Bohrs. Um langt árabil hafði stofnunin verið sem Mekka kennilegra eðlisfræðinga og miðstöð margvíslegra hræringa í greininni á árum þegar hver stóruppgötvunin rak aðra. I þessu sambandi vil ég rifja upp atburði frá þessum árum, sem tengdust stofnuninni mjög og áttu eftir að skapa ný viðhorf í alþjóðamálum. Framhald þeirra rannsókna, sem hér verður greint frá, hafði síðar tvívegis afgerandi áhrif á starfsferil Þorbjörns. Skömmu eftir að nifteindin, önnur grunneind atómkjarna, var upp- götvuð 1932 tók ítalski eðlisfræðingurinn Fermi að skjóta þessum ögnum að kjörnum ýmissa frumefna, en við það myndast geislavirk efni. Þegar hann geislaði úran með nifteindum fékk hann niðurstöðu sem erfitt var að túlka, en Fermi taldi helst að ný frumefni, með hærri sætistölu en úran, hefðu myndast. Fjögur ár liðu þar til þessari ályktun var hnekkt. Það var ekki fyrr en efnafræðingar í Berlín tóku að glíma við viðfangsefnið þremur árum síðar að rofa tók til. Otto Hahn stjórnaði rannsóknunum, en með honum starfaði austurrísk kona af gyðingaættum, Lise Meitner. Þegar Austurríki var innlimað í þýska ríkið varð hún þýskur ríkisborgari, en lög bönnuðu þá gyðingum að starfa við opinberar stofnanir. Meitner flúði frá Þýskalandi og fékk hæli og starf í Svíþjóð. Um hálfu ári síðar, í desember 1938, lauk Hahn við ítarlegar efnagreiningar á geisluðu úrani. Niðurstaðan var ótvíræð en illskiljanleg: í hinu geislaða úrani fannst geislavirkt barín, efni sem hefur um helmingi léttari kjarna en úran. Þetta gekk þvert á bjargfasta trú vísindamanna á stöðugleika kjarnanna. Meðan Hahn beið eftir síðustu mæliniðurstöðunum brást hann sennilega trúnaði við yfirvöld sín með því að skrifa Meitner og segja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.