Andvari - 01.01.1989, Side 12
10
PÁLL THEODÓRSSON
ANDVARI
IV Háskólanám
Þorbjörn var með hæstu einkunn stúdenta á Akureyri þetta vor og
tryggði það honum „stóra styrkinn“ sem Menntamálaráð veitti ár
hvert fjórum efnilegum stúdentum til náms erlendis, en styrkurinn var
til fjögurra ára. Fjöldi efnalítilla námsmanna átti á þessum árum það
stóra styrknum að þakka að þeir gátu valið þá grein, sem hugur þeirra
stóð helst til. Þorbjörn gat nú haldið til náms í eðlisfræði í Kaupmanna-
höfn síðsumars 1937. Á þessum árum stóð stofnun Niels Bohrs, eða
Universitetets Institut for teoretisk fysik eins og hún hét þá, með
miklum blóma. Eðlisfræðistofnunin hafði verið reist 1921 í viður-
kenningarskyni fyrir afrek Bohrs. Um langt árabil hafði stofnunin
verið sem Mekka kennilegra eðlisfræðinga og miðstöð margvíslegra
hræringa í greininni á árum þegar hver stóruppgötvunin rak aðra. I
þessu sambandi vil ég rifja upp atburði frá þessum árum, sem tengdust
stofnuninni mjög og áttu eftir að skapa ný viðhorf í alþjóðamálum.
Framhald þeirra rannsókna, sem hér verður greint frá, hafði síðar
tvívegis afgerandi áhrif á starfsferil Þorbjörns.
Skömmu eftir að nifteindin, önnur grunneind atómkjarna, var upp-
götvuð 1932 tók ítalski eðlisfræðingurinn Fermi að skjóta þessum
ögnum að kjörnum ýmissa frumefna, en við það myndast geislavirk
efni. Þegar hann geislaði úran með nifteindum fékk hann niðurstöðu
sem erfitt var að túlka, en Fermi taldi helst að ný frumefni, með hærri
sætistölu en úran, hefðu myndast. Fjögur ár liðu þar til þessari ályktun
var hnekkt. Það var ekki fyrr en efnafræðingar í Berlín tóku að glíma
við viðfangsefnið þremur árum síðar að rofa tók til. Otto Hahn
stjórnaði rannsóknunum, en með honum starfaði austurrísk kona af
gyðingaættum, Lise Meitner. Þegar Austurríki var innlimað í þýska
ríkið varð hún þýskur ríkisborgari, en lög bönnuðu þá gyðingum að
starfa við opinberar stofnanir. Meitner flúði frá Þýskalandi og fékk
hæli og starf í Svíþjóð. Um hálfu ári síðar, í desember 1938, lauk Hahn
við ítarlegar efnagreiningar á geisluðu úrani. Niðurstaðan var ótvíræð
en illskiljanleg: í hinu geislaða úrani fannst geislavirkt barín, efni sem
hefur um helmingi léttari kjarna en úran. Þetta gekk þvert á bjargfasta
trú vísindamanna á stöðugleika kjarnanna.
Meðan Hahn beið eftir síðustu mæliniðurstöðunum brást hann
sennilega trúnaði við yfirvöld sín með því að skrifa Meitner og segja