Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 187

Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 187
GUÐBRANDUR VIGFÚSSON 185 enska málfræði og fornbókmenntir, og með þeim samstofna germönsk mál. Hann fékk sér til aðstoðar annan lærisvein Wrights, Eric Valentine Gordon, er tók síðar við embætti Tolkiens, og er nafn hans í heiðri haldið af öllum norrænufræðingum fyrir ágætis kennslubók hans Introduction to Old Norse sem enn heldur velli eftir sextíu ár í vandaðri endurskoðun Arnolds Taylor, fyrsta lærisveins Gordons í íslensku og farsæls íslenskukennara í aldarþriðj- ung við háskólann í Leeds. Um haustið 1926 fór Tolkien aftur til Oxford sem prófessor í fornensku, og hóf að kenna einnig íslensku við fráför þeirra Craigie og Wrights. Einn hinn fyrsti lærisveinn hans var stúdent frá garði Guðbrands, Gabriel Turville- Petre, og ekki þarf að eyða orðum hér frekar um hinn ágætasta kennanda og fræðimann forníslenskra fræða meðal Breta á vorri öld. Yfir þrjátíu og fjög- urra ára bil sem dósent (og síðar prófessor að nafnbót) varð hann lærifaðir flestra þeirra sem nú stunda þau fræði, og það er sérstök ánægja að minnast þess að einn nemanda hans, Anthony Faulkes, núverandi dósent í fornís- lensku við háskólann í Birmingham, lokaði fræðahringnum með því að taka doktorspróf sitt við Háskóla íslands. Guðbrandur lifði að vísu ekki að sjá stofnun Háskólans, og hvergi hef ég fundið þess nokkurn vott í skjölum hans að hann hafi haft frétt af fyrstu hreyfingunni í þá átt sem Benedikt Sveinsson hóf á efstu dögum hans. Einhvern veginn segir mér samt hugur að honum hefði líkað áformið - og ég get ekki bundist þess að bæta því við að hann myndi gleðjast af því að vita að „akademískur afkomandi" hans í Birmingham hefur haft um fleiri ára bil milli 60 og 70 manns á ári hverju sem spreyttust við móðurmál vort á einu stigi eða öðru, og að á aldarminningarári hans var það rannsóknarstúdent í íslensku sem vann vænsta rannsóknarstyrk háskólans þar. X Og nú komum vér að málslokum. Hver var svo maðurinn sem vér heiðrum á hundruðustu ártíð hans? Ég játa það fúslega að við þeirri spurningu er ekkert einfalt svar; þrjátíu og fimm ára glíma við Guðbrand og verk hans hefir held- ur sýnt mér tvær myndir af manninum, og e.t.v. er það engin tilviljun að myndir þær sem kunnastar eru mönnum utan íslands reynast að ýmsu leyti vera spegilmyndir tvískiptingarinnar. Hin fyrri mynd er sú sem flestum er kunnug, sú sem birt var með dánar- minningu hans í Andvara 1894. Ljósmynd þessi var tekin af honum nýgerðum meistara, en prentmótið gerði H.P. Hansen í Kaupmannahöfn fyrir Jón Þor- kelsson. Á henni er grannvaxinn maður milli fertugs og fimmtugs, er sýnilega kann ekki við sig í hinum hefðbundna skrúða, en jafnframt má sjá á svip hans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.