Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 59

Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 59
ANDVARI ÞORBJÖRN SIGURGEIRSSON 57 í framhaldi af þessu vil ég rifja upp brot úr annarri ferðasögu. Þetta mun hafa verið fyrsta ferðin sem farin var til að prófa Magna utan rannsóknastofu. Þorbjörn vildi slá tvær flugur í einu höggi því tveir gamlir danskir skólafélagar hans, nú prófessorar í Danmörku, voru með í ferðinni. Farið var í gömlum hertrukk sem Eðlisfræðistofnun átti. Fyrst var ekið austur að Heklu og gengið á eldfjallið. Síðan var ekið áfram í Landmannalaugar. Við komum að Jökulkvísl um klukkan tvö um nóttina. Fremur lítið var í ánni svo Þorbjörn lagði án hiks í hana. Þá vildi svo illa til að áin hafði grafið straumþungan ál við syðri bakka fljótsins. Þar festist bíllinn og drap á sér og sökk fljótt nokkuð í sandbotninn. Við vorum nærri komnir yfir ána svo auðvelt var að stökkva upp ábakkann. En bílnum varð ekki þokað. Þetta var snemma sumars og fáir enn á ferð. Svo vel vildi þó til að skammt þar undan stóð tjald og við það traustur fjallabíll. Við vöktum ferðamennina og leituðum ásjár hjá þeim og brugðust þeir vel við. Þeir höfðu traustan nælonkaðal í bílnum, en spyrnan var lítil á árbakkanum og kaðallinn of stuttur til að unnt væri að losa bílinn með atrennu. Framan á trukknum var spil með stálvír, en rafmótor þess var ónýtur. Nú var ákveðið að reyna að nota stálvírinn til að lengja í tauginni til að fjallabíllinn gæti náð langri atrennu og losað trukkinn með rykkjum. Erfitt reyndist að losa stálvírinn af spilinu. Þetta var einungis mögulegt með því að rekja hann með handafli af keflinu, en það var erfitt bæði vegna þess að á enda vírsins var allstór krókur sem þvældist fyrir, en það sem verra var, spilið var á kafi í köldu jökulvatninu. Þorbjörn tók nú með þolinmæði að rekja vírinn af spilinu. Þetta tók vel á aðra klukkustund og var ekki við það komandi að nokkur fengi að leysa hann af hólmi. Fyrir harð- fylgi Þorbjörns og eigenda fjallabílsins tókst loks að ná trukknum upp úr Jökulkvíslinni. Nú var næsta víst að sandur og leir hefði komist í olíu bílsins. En Þorbjörn hafði séð þetta fyrir, hann var með olíubrúsa á palli bílsins. A næstu dagleið mætti okkur óvæntur og erfiður hjalli. Enn var allmikill snjór á hálendinu og urðum við því á köflum að þræða erfiða leið og á einum stað varð ekki hjá því komist að brjótast yfir allháan móbergshrygg, mjög brattan og með lausri möl. Þorbjörn gaf vel í og renndi upp hrygginn, en þegar hann var kominn langleiðina upp fór bíllinn að hiksta og drap loks á sér. Hann komst þó í gang aftur en mótorinn gekk illa og bíllinn náði ekki nægri spyrnu þarna í brekkunni. Ekki var um annað að ræða en að láta bílinn renna niður á jafnsléttu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.