Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 118
116
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
fram ogaftur um hnöttinn.T.S. Eliot stendurí upphafi bókar viðhlið LiTaiPefrá Kínaen kemursvoaftur
í bókarlok á milli vísu frá Indónesíu og ljóðs eftir japanska skáldið Motokata sem uppi var á 9. öld. Þannig
verður kver Jóhannesar á sinn hátt óður til „tímaskekkju“ og „flökkueðlis“ skáldskaparins.
24. Um Shakespeare-þýðingar Helga, með sérlegu tilllti til þýðingar hans á Hamlet, hef ég fjallað í
greininni „Skapandi tryggð. Shakespeare og Hamlet á íslensku", Andvari 1987, bls. 53-75.
25. Bókaútgáfan Bláfell, Reykjavík 1947; þýðanda er ekki getið. Skúli H. Magnússon þýddifyrsta bindið
sem kom út 1946 (annað bindi kom aldrei út).
26. Nóatún og Feður og synir komu út hjá Helgafelli í ritröðinni „Listamannaþing“, sem var stærsta
skipulega þýðingarátakið á umræddum árum. f þeirri ritröð komu einnig út m.a. Kaupmaðurinn í
Feneyjum eftir Shakespeare í þýðingu Sigurðar Grímssonar (1946), Salóme eftir Oscar Wilde í þýðingu
Sigurðar Einarssonar (1946), Birtingur eftir Voltaire í þýðingu Halldórs Laxness (1945) og Mikkjáll frá
Kolbeinsbrú eftir Heinrich von Kleist í þýðingu Gunnars Gunnarssonar (1946). Raunar segist Halldór
hafa „snarað“ sínum texta en Gunnar „endursagt" sinn, en ég hef ekki kannað hversu mikið frjálsræðis-
bragð er á þessum þýðingum.
27. Pað er athyglisvert, þar sem ég hef þegar bent á að Jóhannes úr Kötlum sé tímamótamaður í sögu
íslenskra ljóðaþýðinga, að hann þýðir einnig þá sögu sem hvað róttækust er í efnistökum og formlegum
sviptingum af þeim skáldsögum sem út komu á íslandi á þessu tímabili: Salamöndrustríðið eftir Karel
Capek, Mál og menning, Reykjavík 1946.
28. Charlotte Bronté: Jane Eyre, Sigurður Björgólfsson þýddi og endursagði, ísafoldarprentsmiðja,
Reykjavík 1948.Hin stórbrotna skáldsaga Wuthering Heights eftir Emily Bronté, systur Charlotte, hefur
hinsvegar ekki lent í slíkum hremmingum í þýðingu Sigurlaugar Björnsdóttur: Fýkuryfir hœðir, Víkings-
útgáfan, Reykjavík 1951.
29. Sjá t.d. bls. 41 og 57 í þýðingu Skúla Bjarkan:Erú Bovary, ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík 1947. Par
eru felldar niður efnisgreinar með íburðarmiklum lýsingum sem sliga söguþráðinn séu þær fyrst og fremst
metnar frá sjónarhóli raunsæislegrar sagnagerðar.
30. Helgi Hálfdanarson: „ögn um þýðingar", Móðurmálið. Fjórtán erindi um vanda íslenskrar tungu á
vorum dögum, Vísindafélag íslendinga (Ráðstefnurit I), Ólafur Halldórsson sá um útgáfuna, Reykjavík
1987, bls. 82. Helgi Hálfdanarson hefur raunar skrifað fróðlega grein um skáldskaparsamband Heines og
Jónasar: „Heilsaði hún mér drottningin“, Tímarit Máls og menningar, 1. hefti 1978, bls. 46-56.
v