Andvari - 01.01.1989, Síða 195
ANDVARl
SÁLMABÓKIN 1886
193
um ljóðlínum í fyrsta versi sálmsins, án vitundar höfundar. Matthías kveður:
„Sendu oss frelsi/ sundur slít helsi...“ Helgi breytir á þessa leið. „Send oss þitt
frelsi/ synda slít helsi.“ Pað gefst ekki ráðrúm við ríkjandi samgöngur á þess-
um dögum að senda mann austur að Odda og bera breytinguna undir höfund.
Er ekki annað vitað en að skáldið hafi sætt sig við hana. Vörn Helga í þessu
máli felst í eftirfarandi orðum hans: „Þessi sálmur er of stórkostlegur til þess
að syngjast aðeins einu sinni annað hvort ár,“ en þá kom Alþingi saman á 2ja
ára fresti. „Með örlítilli breytingu má gera úr honum indælasta fyrirbænar-
sálm.“
Trúarskoðanir Matthíasar annars vegar og þeirra Helga og Stefáns hins
vegar munu ekki hafa fallið saman. Það kemur fram í bréfum Matthíasar. í
bréfi sem hann skrifar Helga frá Odda 17. okt. 1884 segir hann m.a.: ,,„Ég vil
með þér, Jesús, fæðast,“ hafa þeir prentað í kvæðabók minni, svo að hann er
ekki vert að taka, síst breyttan, enda vil ég ekki að honum sé breytt. Ég vil
ekki heldur fallast á að breyta sálminum „Pú ljóssins faðir, lof sé þér.““
Matthías ver síðar „reftecterandi“ sálma, sem þeir Helgi og Stefán hafa
gagnrýnt hann fyrir, sögðu að væru ekki samkvæmir þeim starfsreglum sem
nefndin hafi sett sér. Með því er átt við íhugunarsálma, vangaveltusálma, og
án stuðnings frá kenningakerfi kirkjunnar. Matthías heldur áfram bréfinu til
Helga og segir: „Þú gafst mér a.m.k. þann orðstír að ég hefði ekki verið óþæg-
ur í okkar nefndarverki eða borið ykkur ráðum - og það skal ég ekki heldur
gera framvegis - ekki af því (í einlægni að segja) að allt hjá ykkur hinum falli
í minn smekk eða sé strangt tekið samkvæmt minni skoðun, heldur af því að
ég virði ykkar sannfæringu eins mikið eða meira en mínar skoðanir, svo ég af
því álít mig nálega jafnfjarri því að vera ufeilbar [óskeikull] í Æstetik [fagur-
fræði] sem í Dogmatik [trúfræði].“
Pað leynir sér ekki, að verulegt „dogmatiskt“ djúp hefur verið milli Matt-
híasar og tvímenninganna. Og veitum því athygli, að Matthías kvað ekki eftir
þessa tvo samnefndarmenn, þó að sjaldan léti hann það ógert að yrkja minn-
ingarljóð um landskunna samtíðarmenn sína.
Er þá komið að sr. Valdimar Briem. Tæpast hefur verið búist við því, að
Pétur biskup kveddi hann til nefndarstarfa. Hann var þá ungur prestur, stóð
á þrítugu. Að vísu hafði hann haft á sér skáldorð í skóla og skrifaði þá m.a.
leikrit, einkar vel samið af svo kornungum manni. Ég hef orð Jóns biskups
Helgasonar fyrir því, að Pétri biskupi hafi þótt svo mikið koma til minningar-
Ijóðs Valdimars um skólapiltinn Helga Melsteð, son hjónanna Sigurðar lekt-
ors og Ástríðar, dóttur Helga Thordersens biskups, að það hafi ráðið valinu.
Bréf Valdimars til nefndarformanns eru átta. Ekki var heilsa hans allskost-
ar góð á þessum árum, eins og fram kemur í bréfunum. En afköst hans við
sálmakveðskapinn gegna furðu. Pað er engu líkara en að hann hafi ofgert sér,
því eftir 1886 er fátt athyglisverðra sálma eftir hann, þó að hann ætti þá ólifað
13