Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 177
ANDVARJ
GUÐBRANDUR VIGFÚSSON
175
V
Það var lengi sagt um Guðbrand á íslandi, eins og um Alexander Humboldt,
„að hann væri aldrei við kvenmann kenndur“, og sú var enn almenna sagan
þegar ég kynntist fyrst umsögnum um hann fyrir rúmum aldarþriðjungi. En
meðal skjala hans í Bodleyssafni leynist eitt bréf sem gerir þá sögu ósanna, og
Finnur landsbókavörður hafði fundið málið reifað einhvers staðar í bréfa-
bögglum Landsbókasafns. Á fyrrnefndu ári (1864—’65) hafði heitmey hans,
Elínborg Kristjánsdóttir kammerráðs Skúlasonar Magnusen setið í festum á
sjöunda ár. Eftir því sem mér hefir tekist að spengja saman sögubrotin af
kynnum þeirra, þá heitbundust þau sumarið sem Guðbrandur var síðast
heima á íslandi. Sem glæsilegt ungmenni um þrítugt, þegar í miklu áliti í
Kaupmannahöfn og ferðafélagi hálærðs erlends embættismanns sem „impón-
eraði“ jafnvel kammerráðið á Skarði, kom hann þar vestur eftir og kynntist
föngulegri jómfrú sem seinni tíma ljósmyndir (teknar þegar frú Elínborg var
prestsfrú í Hítardal) sýna að var óvenjulega aðlaðandi stúlka, og ekki var af
lakari endanum að taka með ættarauðinn og ættgöfgina. En bréfið fyrrnefnda
kemur sjö árum síðar: svarbréf við því (ef nokkurt var) hefi ég hvergi getað
fundið, enda efast ég um að Elínborg hefði hirt það. Eitt er klárt úr efni bréfs
hennar: festarnar voru gerðar með því skilyrði að kærastinn „lyki prófi“.
Auðvitað hefir Elínborg vitað að hjá „betra slags fólki“ gátu festar orðið lang-
ar — ekki þarf að leita lengra en til amtmannsfrúarinnar á Stapa, Þórunnar
Hannesdóttur, sem mátti bíða í sex ár áður en mannsefnið, Bjarni Thorsteins-
son kandídat, fékk embætti sem hæfði hinu göfga hjónabandi sem til var
stofnað. Og kammerráðið á Skarði var ekki vís til að sleppa dóttur sinni út á
guð og gaddinn með próflausum bónda sem átti ekki embættis von á meðan
hann gerði ekki úr því að útskrifast. En nú blöstu allt í einu við líkur um frægð
og frama í útlöndum - þó með þeim hæng að framför á sviði fræðimannsins,
sem Guðbrandur hafði nú með öllu helgað sig, var lokuð í Kaupmannahöfn
á meðan Konráð Gíslason sat á kennarastólnum þar, og Konráð var hinn
hraustasti og enn ekki sextugur að aldri. Eitthvað slíkt hlýtur að hafa farið um
huga Guðbrands er hann stóð þarna á krossgötum ævi sinnar: en hvað sem
réði úrslitunum, þá tók hann boðinu, sigldi til Lundúna haustið 1864 og tók til
óspilltra málanna við blaðahrúgur þær sem erfingjar Cleasbys höfðu heimtað
frá Danmörku og færðu honum nú til úrvinnslu.
London er ekki heppilegur langdvalarstaður handa mannfælnum vísinda-
iðkara; svo lét Samuel Johnson á sér heyra í kvæði sínu London, og aðrir hafa
haft þetta eftir honum á ýmsan hátt. Þó var þar þá, og er enn, eitt hið mesta
forðabúr heimsins ætlað fræðimönnum, sem er Bretasafn. í hinum mikla
hringlaga lestrarsal þess, nýlega byggðum undir handleiðslu Sir Anthony