Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 182

Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 182
180 BENEDIKT S. BENEDIKZ ANDVARI vegna þessa bruna er auðvitað engin skjöl að finna frá Guðbrandi til hans og sá partur Englandsvistar Guðbrands að þessu leyti myrkari. Árið 1878 kom svo Sturlunga út hjá Clarendon Press, hið fyrsta stórverka þeirra sem segja má að Guðbrandur væri upphafsmaður að. Útgáfan var og er stórmerkilegt rit, því þar ræddi Guðbrandur fyrstur manna um fornsögur vor- ar sem bókmenntaleg listaverk, og eigi eingöngu sem þurrviðra heimildir sagnfræði eða textafræði. Ekki var þeim boðskap of vel tekið í Kaupmanna- höfn eða Reykjavík, en enskumælandi fólki var þetta lostætt nýnæmi, og Guðbrandur óx mjög í augum manna í Oxford — þó að ekki fengjust yfirvöld- in enn til þess að veita honum embœtti. En þá er útgáfan var komin á prent, og stuttu eftir An Icelandic Prose Reader sem hann setti saman með aðstoð Powells til hjálpar þeim Englendingum sem íslensku vildu læra, þá komst hann í talsverða peningaþröng, og eru mikil skrif milli málsmetandi Öxnfyrð- inga út af þessu erfiði í skjalasafni York Powells því sem lagt var í Bodleys- safn með skjölum Guðbrands. Þá var það að Bartholomew Price sýndi enn drengskap sinn: hann tók að sér að safna fé hjá fræðimönnum þeim sem vildu Guðbrandi vel og voru betur stæðir en hann. Lögðu þar margir í sjóðinn, svo að loks hafði Price safnað nógu til þess að fleyta Guðbrandi yfir næstu tvö og hálft ár, þar til samningar tókust um útgáfu Corpus Poeticum Boreale. Að auki tókst honum að ganga svo liðlega frá útbýtingu peninganna að Guð- brandi datt aldrei í hug að fé það sem honum var fengið var betlifé, safnað til þess að forða honum frá því að fara á hreppinn á forna íslenska vísu. En á bak við söfnunina lá sú fasta trú vinanna að Guðbrandur væri vel á veg kominn að ljúka miklu vísindalegu afreki, og að þeim bæri að styrkja hann til þess að koma því út án þess að hann truflaðist af því að streitast við að hafa í sig og á. Traust þeirra var fullkomlega réttlætt að verkslokum, en áður en að því kom lenti Guðbrandur í tveim illindamálum þar sem erfitt er að réttlæta aðild hans. Pegar þeir félagar gáfu út Icelandic Prose Reader hafði Guðbrandur allan veg og vanda af textavali og allar skýringar og annað mál er úr huga hans komið þó að um hendur York Powells hafi það auðvitað farið á leið til prent- smiðjunnar. Kemur það allra ljósast fram í umsögn þeirra um íslenskt biblíu- mál. íhaldssemi Guðbrands er áheyrilega staðfest hér og styrkt af hinni ensku íhaldssemi um mál biblíuþýðinga sem þá ríkti þar, og hin svonefnda Péturs- biblía fær heldur en ekki á baukinn: „Vér verðum að álíta það mikið óhapp að þegar biblíufélagið breska fékk þá hrósverðugu hugmynd að láta prenta íslenskt Nýja testamenti og íslenska Biblíu, þá snéru þeir ekki aftur til gömlu þýðingarinnar sem þeir gáfu út fyrir rúmri hálfri öld, heldur voru þeir fengnir til þess að prenta upp ótætis mislita sauðinn frá 1859 - og þar að auki er síðasta útgáfan (1866) hlaðin prentvillum og stafsetningarklessum af öllum stærðum og gerðum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.