Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 81
ANDVARI
ÓSTÝRILÁTUR OG BLJÚGUR
79
Vilmundar 18. janúar 1925 hefur ekki verið prentað fyrr en hér. Þórbergur
segir þar frá dauða Jóns Thoroddsens, en þeir voru vinir og höfðu starfað
saman. Þetta bréf er annars fróðlegt fyrir það að þar segir nokkuð nákvæm-
lega frá móttökum þeim sem Bréf til Láru hlaut, en þær voru að vonum
misjafnar. í síðara bindinu er og bréf til Ágústu Jóhannsdóttur, skrifað í
Svíþjóð, en þó aðeins niðurlag þess. Þetta bréf var kunnugt mönnum hér
áður, og man ég ekki betur en það hafi allt verið skemmtilegt og fróðlegt. Það
efni sem yngst er í þessari útgáfu er bréf til Vilmundar, skrifað 19. marz 1929.
Vilmundur er að leggja af stað til útlanda, og Þórbergur gefur honum ráð-
leggingar um hitt og þetta, brýnir einkum fyrir honum að hlusta bæði á
Krishnamurti og frú Besant ef þau kynnu að halda fyrirlestra í Lundúnum
meðan Vilmundur stæði þar við.
IV
„Ljós úr austri“, sem var lengi talið til öruggra heimilda um ævi og andlega
þróun Þórbergs, reynist ekki hafa einber söguleg sannindi að flytja, heldur
mjög stílfærða túlkun á ævisögubroti Þórbergs, eða einfaldað dramatíserað
ágrip. í Bréfi til Láru rétt eins og í bréfi til Kristínar Guðmundsdóttur
(11,139-152) eru ennfremur mjög „stílfærð sannindi“, — og þarf nokkur að
ætlast til annars? En hvað ætli sé þá að segja um íslenzkan aðal og Ofvitannl
Til eru þeir sem hafa grunað Þórberg um græsku í íslenzkum aðli, ekki þótt
þessi mjög kynduga frásögn alveg sagnfræðilega útlítandi. Þeim sem þetta
ritar hefur ekki þótt ástæða til að trúa alveg á frásögn Þórbergs í þeirri bók af
sínum frægu ástamálum. Þar gæti sitthvað verið á huldu, vansagt og ofsagt.
Falleg lýsing á Bréfi til Láru er í eftirmála Sigurðar Nordals við þriðju
útgáfu þeirrar bókar: „Þetta átti að verða sendibréf. Þórbergur var að skrifa
konu, sem hann þekkti tiltölulega lítið, en hafði samt skrafað margt við [...]
Hann þurfti að kynna sig betur fyrir Láru, vildi skrifa henni til skemmtunar,
horfði ekki í að gera gys að sjálfum sér, var samt full alvara með að hvetja
hana til að líta á ýmis málefni frá nýjum sjónarhornum, vildi ýta við henni
með því að hrella hana dálítið, allt þó í bróðemi og græskuleysi.“
Er ekki þarna gerð nokkuð góð grein fyrir listatökum Þórbergs fram um
miðja ævi: skrifa til skemmtunar, gera gys að sjálfum sér, ýta við lesandanum
með því að hrella hann dálítið. Og „skringitónninn“, sem Ámi Hallgrímsson
heyrði í máli og stíl Þórbergs,5) ætli Árni hafi ekki heyrt rétt, þegar öllu er á
botninn hvolft, og ætli geti ekki þar verið um að ræða alræmda sjálfsvarnarár-
áttu listamannsins sem vill hvorttveggja: láta taka mark á sér og ekki láta taka
mark á sér.6>