Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 179

Andvari - 01.01.1989, Blaðsíða 179
ANDVARI GUÐBRANDUR VIGFÚSSON 177 að miklu leyti óbreyttar enn í dag, gátu háskólayfirvöld veitt meistarastigið (sem skilyrði til kennsluréttinda) þeim sem yfirvöldum virtust þess verðugir, en sá var þó munur að ef hinn verðugi var próflaus, þá varð að veita nafnbót- ina honoris causa, og þar var munur milli þeirra Guðbrands Vigfússonar og Eiríks Magnússonar, því að Eiríkur var maður útskrifaður, kandídat af Prestaskólanum; þess vegna, og vegna þess að Eiríkur var að auki í föstu starfi við háskólabókasafnið, veittu yfirvöldun í Cambridge honum hið svo- nefnda Official Degree, sem er fullkomið meistarastig, en ekki í heiðursskyni; þennan mismun má nefna sem enn einn þáttinn sem gerði þessum merkis- mönnum erfitt að búa saman hjá sömu þjóð. En áður en meistarastigið var unnið hafði slitnað upp úr trúlofun Guðbrands. Bréfið sem ég nefndi áðan var síðasta tilraun hinnar heiðarlegu ungu stúlku til þess að fá kærastann til þess að rífa sig upp úr prófleysinu og verða ,embættishæfur', því kammerráðið neitaði að gefa hana neinum nema embættishæfum manni, og svo var líka kominn annar biðill á stúfana. Candi- datus theologiae frá Hafnarháskóla Jónas Guðmundsson, útskrifaður 1850 með fyrstu einkunn og fullskipaður adjunkt við Latínuskólann í Reykjavík, var farinn að leita sér konu, og seildist nú ekki lágt með því að biðla til jómfrú Elínborgar Kristjánsdóttur, en í augum kammerráðsins og annarra aðstand- enda hennar hafði hann þá ása og kónga í afmorsspilinu sem hæfðu velborinni ungfreyju, og svo fóru leikar, að af því að Guðbrandur vildi ekki verða tiltæk- ur, gerðist jómfrú Elínborg prestsfrú í Hítardal, og á þar heiðurssæti í sögu meðal hinna ágætu húsfreyja sem þar geröu garðinn frægan frá sextándu öld og til loka Hítardalsprestakalls. Með vissu má þaðan af segja að Guðbrandur væri aldrei við kvenmann kenndur, en ekki má ganga framhjá þessum þætti ævi hans. Liddell dómprófastur var hin akademíska hjálparhönd Guðbrands meöal Öxnfyrðinga, en sá var annar veikleiki Guðbrands að hann skorti mjög fjár- hyggju. Pví fer fjarri að hann væri eyðsluseggur, og hann bjó í látlausum leiguherbergjum alla sína tíð í Oxford og fór fótgangandi allar sínar ferðir í borginni, en á einhverju verður maðurinn samt að lifa, og húsfrúnni varð að greiða mat og herbergisleigu. Það var því heppni hans að hann vingaðist við ritara háskólaforlagsins, séra Bartholomew Price, prófessor í stærðfræði og síðar meistara Pembroke College. Price var víðkunnur stærðfræðingur á sín- um tíma, og orðlagður kennari; líklega var frægasti nemandi hans séra Char- les Lutwidge Dodgson sem heimsfrægur er undir dulnefninu Lewis Carroll sem höfundur barnabókarinnar Lísu í Undralandi. Price var líka óvenju mik- ill hagsýnismaður, og þjónaði háskólanum sérstaklega vel með dugnaði sínum í stjórn praktískra fyrirtækja, enda hóf hann á stjórnardögum sínum Claren- don Press hátt upp yfir venjulegan gang akademískra prentverka. Nú reyndist Price hin hagsýna hjálparhella sem Guðbrandi lá á að eiga að þar til háskólinn 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.