Andvari - 01.01.1989, Qupperneq 179
ANDVARI
GUÐBRANDUR VIGFÚSSON
177
að miklu leyti óbreyttar enn í dag, gátu háskólayfirvöld veitt meistarastigið
(sem skilyrði til kennsluréttinda) þeim sem yfirvöldum virtust þess verðugir,
en sá var þó munur að ef hinn verðugi var próflaus, þá varð að veita nafnbót-
ina honoris causa, og þar var munur milli þeirra Guðbrands Vigfússonar og
Eiríks Magnússonar, því að Eiríkur var maður útskrifaður, kandídat af
Prestaskólanum; þess vegna, og vegna þess að Eiríkur var að auki í föstu
starfi við háskólabókasafnið, veittu yfirvöldun í Cambridge honum hið svo-
nefnda Official Degree, sem er fullkomið meistarastig, en ekki í heiðursskyni;
þennan mismun má nefna sem enn einn þáttinn sem gerði þessum merkis-
mönnum erfitt að búa saman hjá sömu þjóð.
En áður en meistarastigið var unnið hafði slitnað upp úr trúlofun
Guðbrands. Bréfið sem ég nefndi áðan var síðasta tilraun hinnar heiðarlegu
ungu stúlku til þess að fá kærastann til þess að rífa sig upp úr prófleysinu og
verða ,embættishæfur‘, því kammerráðið neitaði að gefa hana neinum nema
embættishæfum manni, og svo var líka kominn annar biðill á stúfana. Candi-
datus theologiae frá Hafnarháskóla Jónas Guðmundsson, útskrifaður 1850
með fyrstu einkunn og fullskipaður adjunkt við Latínuskólann í Reykjavík,
var farinn að leita sér konu, og seildist nú ekki lágt með því að biðla til jómfrú
Elínborgar Kristjánsdóttur, en í augum kammerráðsins og annarra aðstand-
enda hennar hafði hann þá ása og kónga í afmorsspilinu sem hæfðu velborinni
ungfreyju, og svo fóru leikar, að af því að Guðbrandur vildi ekki verða tiltæk-
ur, gerðist jómfrú Elínborg prestsfrú í Hítardal, og á þar heiðurssæti í sögu
meðal hinna ágætu húsfreyja sem þar geröu garðinn frægan frá sextándu öld
og til loka Hítardalsprestakalls. Með vissu má þaðan af segja að Guðbrandur
væri aldrei við kvenmann kenndur, en ekki má ganga framhjá þessum þætti
ævi hans.
Liddell dómprófastur var hin akademíska hjálparhönd Guðbrands meöal
Öxnfyrðinga, en sá var annar veikleiki Guðbrands að hann skorti mjög fjár-
hyggju. Pví fer fjarri að hann væri eyðsluseggur, og hann bjó í látlausum
leiguherbergjum alla sína tíð í Oxford og fór fótgangandi allar sínar ferðir í
borginni, en á einhverju verður maðurinn samt að lifa, og húsfrúnni varð að
greiða mat og herbergisleigu. Pað var því heppni hans að hann vingaðist við
ritara háskólaforlagsins, séra Bartholomew Price, prófessor í stærðfræði og
síðar meistara Pembroke College. Price var víðkunnur stærðfræðingur á sín-
um tíma, og orðlagður kennari; líklega var frægasti nemandi hans séra Char-
les Lutwidge Dodgson sem heimsfrægur er undir dulnefninu Lewis Carroll
sem höfundur barnabókarinnar Lísu í Undralandi. Price var líka óvenju mik-
ill hagsýnismaður, og þjónaði háskólanum sérstaklega vel með dugnaði sínum
í stjórn praktískra fyrirtækja, enda hóf hann á stjórnardögum sínum Claren-
don Press hátt upp yfir venjuiegan gang akademískra prentverka. Nú reyndist
Price hin hagsýna hjálparhella sem Guðbrandi lá á að eiga að þar til háskólinn
12