Andvari - 01.01.1989, Page 187
ANDVARI
GUÐBRANDUR VIGFÚSSON
185
enska málfræði og fornbókmenntir, og með þeim samstofna germönsk mál.
Hann fékk sér til aðstoðar annan lærisvein Wrights, Eric Valentine Gordon,
er tók síðar við embætti Tolkiens, og er nafn hans í heiðri haldið af öllum
norrænufræðingum fyrir ágætis kennslubók hans Introduction to Old Norse
sem enn heldur velli eftir sextíu ár í vandaðri endurskoðun Arnolds Taylor,
fyrsta lærisveins Gordons í íslensku og farsæls íslenskukennara í aldarþriðj-
ung við háskólann í Leeds.
Um haustið 1926 fór Tolkien aftur til Oxford sem prófessor í fornensku, og
hóf að kenna einnig íslensku við fráför þeirra Craigie og Wrights. Einn hinn
fyrsti lærisveinn hans var stúdent frá garði Guðbrands, Gabriel Turville-
Petre, og ekki þarf að eyða orðum hér frekar um hinn ágætasta kennanda og
fræðimann forníslenskra fræða meðal Breta á vorri öld. Yfir þrjátíu og fjög-
urra ára bil sem dósent (og síðar prófessor að nafnbót) varð hann lærifaðir
flestra þeirra sem nú stunda þau fræði, og það er sérstök ánægja að minnast
þess að einn nemanda hans, Anthony Faulkes, núverandi dósent í fornís-
lensku við háskólann í Birmingham, lokaði fræðahringnum með því að taka
doktorspróf sitt við Háskóla íslands. Guðbrandur lifði að vísu ekki að sjá
stofnun Háskólans, og hvergi hef ég fundið þess nokkurn vott í skjölum hans
að hann hafi haft frétt af fyrstu hreyfingunni í þá átt sem Benedikt Sveinsson
hóf á efstu dögum hans. Einhvern veginn segir mér samt hugur að honum
hefði líkað áformið - og ég get ekki bundist þess að bæta því við að hann
myndi gleðjast af því að vita að „akademískur afkomandi“ hans í Birmingham
hefur haft um fleiri ára bil milli 60 og 70 manns á ári hverju sem spreyttust við
móðurmál vort á einu stigi eða öðru, og að á aldarminningarári hans var það
rannsóknarstúdent í íslensku sem vann vænsta rannsóknarstyrk háskólans
þar.
X
Og nú komum vér að málslokum. Hver var svo maðurinn sem vér heiðrum á
hundruðustu ártíð hans? Ég játa það fúslega að við þeirri spurningu er ekkert
einfalt svar; þrjátíu og fimm ára glíma við Guðbrand og verk hans hefir held-
ur sýnt mér tvær myndir af manninum, og e.t.v. er það engin tilviljun að
myndir þær sem kunnastar eru mönnum utan íslands reynast að ýmsu leyti
vera spegilmyndir tvískiptingarinnar.
Hin fyrri mynd er sú sem flestum er kunnug, sú sem birt var með dánar-
minningu hans í Andvara 1894. Ljósmynd þessi var tekin af honum nýgerðum
meistara, en prentmótið gerði H.P. Hansen í Kaupmannahöfn fyrir Jón Por-
kelsson. Á henni er grannvaxinn maður milli fertugs og fimmtugs, er sýnilega
kann ekki við sig í hinum hefðbundna skrúða, en jafnframt má sjá á svip hans