Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1989, Page 82

Andvari - 01.01.1989, Page 82
80 SIGFÚS DAÐASON ANDVARI V Sjálfslýsing og sjálfsgreining Þórbergs er einn merkilegasti þátturinn í verki hans, og er þetta alkunna. í þrítugasta og þriðja kafla Bréfs til Lánt fer hann á kostum og tekst þar vissulega að lýsa einum aðalþættinum í skaphöfn sinni: „Ég er gæddur þeirri dýrmætu náðargáfu að geta séð alvarlega hluti í bros- legu ljósi [...] Maður, sem á vegi mínum verður, klofnar kanski í tvær persónur. Ef ég þekki manninn lítið, fæ ég oft ekki séð hvor persónan er hans eigin. Önnur er hátíðleg eins og himneskur brúðgumi og tekur sjálfa sig afaralvarlega eins og hún eigi peninga í sparisjóði eða sé prófessor við 'náskóla íslands. En hún hefir enga hugmynd um hinn skoplega fylginaut sinn. Hann sér alvarlegu persónuna og gerir napurt gys að þessum borgara- lega félaga sínum, hermir eftir honum hreyfingar hans og látbragð og þykir auðsæilega skömm til koma að eiga sambúð við þennan uppskafning.“ Þór- bergur getur þess ekki hér að þessum sjónum beinir hann einatt líka að sjálfum sér. I Bréfi til Láru fer Þórbergur með himinskautum. Hann skrifar eins og sá sem valdið hefur, og lætur ekkert halda aftur af sér. Munurinn er mikill frá því hann var að berjast við heiminn eða sjálfan sig árið 1913 eða 1914. Er þessi sveifla of stór? Er Þórbergur sjúkdómstilfelli? Án efa væri farið að rannsaka rithöfundinn Þórberg með sálfræðilegum aðferðum, ef við ættum heima í stærra þjóðfélagi með fjölbreytilegri fræðaiðkan. En segjum svo að setja mætti eitthvert sjúkdómsheiti á sálarlíf og höfundskap Þórbergs. Værum við einhverju nær? Og altjent þyrfti þá að minnast þess sem einhver frömuður læknisfræðinnar lét sér um munn fara fyrir löngu: „sjúkdómar eru ekki til, en sjúklingar eru til.“ En Þórbergur leitaði sífellt þroska. Þegar hann var hálfsextugur hitti hann þann mann sem stýrði honum inn á nýjar brautir, en sá var séra Árni Þórarinsson. Það voru ein mestu tímamót ævi Þórbergs, sjöunda eða áttunda endurfæðing. Öfgarnar í skapgerðinni milduðust, vizkan varð vizka hins almenna, hins rótfasta, Þórbergur varð nú meistari þjóðarinnar en ekki ,,ofvitanna“. VI Lesendum Þórbergs hlýtur að þykja fagnaðar- og fróðleiksauki að þeim bókum sem hér hefur verið fjallað stuttlega um; en vera má að nokkur vonbrigði blandist fögnuðinum. Bækurnar eru ekki annað en sýnishorn úr eftirlátnum skrifum Þórbergs, ærið sundurslitin sýnishorn. Samt má all-vel
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.