Andvari - 01.01.1999, Page 7
Frá ritstjóra
Hugleiðing á kosningaári
Það var almennt álit að alþingiskosningarnar vorið 1999 væru næsta dauf-
legar. Áhugi almennings á þeim var líka í minnsta lagi. Kjörsókn á íslandi
mun að vísu meiri en víðast hvar annars staðar, en hún fer þó minnkandi.
Stjórnmálaumræður í þjóðfélaginu eru að jafnaði bragðlitlar og hugmynda-
snauðar. Var engu líkara en flokkarnir reyndu yfirleitt að forðast átök og
hafa líklega talið slíkt verka illa á kjósendur. Það var því ekki fullljóst um
hvað var kosið. Skýr málefnaágreiningur gerir þá kröfu til kjósenda að þeir
vegi og meti stefnur fremur en einstaklinga og „ímyndir“. Prófkjör flokk-
anna eru því helst háð af kappi, en þau eru án nokkurs vafa það uppátæki
sem mest hefur skaðað stjórnmálastarf í samtíðinni. Þau áttu að efla lýð-
ræðið en í reynd hafa þau grafið undan því. Þau hafa slævt vitund manna
um pólitísk átakamál, ýtt undir lýðskrum og sleggjudóma um persónulega
eiginleika manna, betri eða verri. Um leið hafa þau veikt stjórnmálaflokk-
ana sem liðssveitir og þingið sem stofnun. Það er margrætt, hér og annars
staðar, að löggjafarstarf þjóðþinganna hefur orðið æ veikara, framkvæmda-
valdið með her embættismanna og sérfræðinga að bakhjarli ræður ferðinni.
Þingið verður þá svokölluð „afgreiðslustofnun“ og aðhald þess gagnvart
framkvæmdavaldinu er harla linlegt, mun minna en annars staðar gerist, t.
d. í Bandaríkjunum.
Nú má vitanlega benda á að handhafar framkvæmdavaldsins séu einnig
þingmenn og beri ábyrgð gagnvart þinginu. En ef dýpra er skyggnst eru
það kannski alls ekki hinir kjörnu fulltrúar fólksins sem valdið hafa. Og
hvers virði er þá það fulltrúalýðræði sem við búum við? Vera kann að þetta
sé almenningur farinn að skynja og af því stafi sú stjórnmáladeyfð sem svo
mjög er kvartað yfir. Þegar vitund um máttleysi stjórnmálamanna festir
rætur duga ekki neinar skrumauglýsingar þar sem frambjóðendur eru
bornir fram fyrir kjósendur eins og vara á markaði. En hvað er um slíkt að
fást: fjölmiðlar og auglýsingastofur græða og þeir peningar eru vitanlega á
endanum sóttir í vasa almennings. Kosningarnar hafa þá alltént örvað
markaðinn!