Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 12

Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 12
10 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI nú seldur burt úr byggðarlögunum, kominn á hendur fárra manna og orð- inn eign og arfahlutur þeirra sem gjöf frá þjóðinni. Landbúnaðinum hnign- ar, bændum hefur raunar lengi verið sagt að þeir séu afætur á þjóðfélaginu og hvarvetna um sveitir blasa við hálffallin hús á óræktarjörðum. Straum- urinn til suðvesturhornsins verður æ stríðari enda er mestöllu fram- kvæmdafé veitt til Faxaflóa og þar rísa verslunarhallirnar hraðar en auga á festir. Þannig er hið blómlega markaðsþjóðfélag sem við lifum í. Árið 1963 sáu menn ekki fyrir hrun kommúnismans í Austur-Evrópu. Hinn alþjóðlegi kommúnismi telst ekki lengur eins hættulegur í okkar heimshluta og hann virtist í tíð Hermanns. Hins vegar stafar stórhætta af þeirri gífurlegu upplausn og þjóðfélagslega misrétti sem fylgdi hruninu, eink- um í Rússlandi, og hún getur ógnað öllum vestrænum ríkjum. En hvað um hættuna sem sjálfstæði smáþjóðar stafar af því að binda trúss sitt við erlenda stórkapítalista og alþjóðlegar samsteypur? Þolir „þjóðfélag upplýstra þegna“ slíkt til lengdar? Það væri ástæða fyrir núverandi formann Framsóknar- flokksins - og aðra stjórnmálaforingja - að íhuga þetta af fullri alvöru. En kannski er svarið bara það að við verðum að fylgjast með nauðug viljug, stjórnmálamenn okkar geti í reynd svo litlu ráðið um „gang mála“. Umrœðan um Evrópusambandið Ef við trúum því að þeir forustumenn sem við veljum okkur geti haft áhrif á farnað þjóðarinnar, gerum við líka þá kröfu til þeirra að þeir leggi fram skýra valkosti og reifi pólitískar hugmyndir sínar skilmerkilega. Það gerðu þeir tveir leiðtogar á fyrri hluta aldarinnar sem um er fjallað í Andvara að þessu sinni. Fáir íslenskir stjórnmálamenn hafa gert það með skipulegum hætti í seinni tíð, sjónvarpsviðtalið er einkum sá farvegur sem þeir nota til að koma boðskap sínum á framfæri og slíkt form dugar ekki til marktækrar stefnuumræðu. Stuttar blaðagreinar ekki heldur. Tveir forustumenn í Al- þýðubandalaginu, sem reyndar eru báðir hættir þingmennsku, hafa á síð- ustu árum sent frá sér athyglisverðar bækur um stjórnmál. Svavar Gestsson gaf út Sjónarrönd, jafnaðarstefnan - viðhorf {1995), og er sú bók sem nafn- ið bendir til almenn greinargerð um vinstristefnu við nýjar aðstæður. Ragn- ar Arnalds gaf út Sjálfstæðið er sívirk auðlind (1998), rit sem lýsir fyrst og fremst afstöðu höfundar til Evrópusambandsins. Ragnar telur fram mörg atriði og gerir sögulegan samanburð til að sýna að aðild Islendinga að Evrópusambandinu myndi leiða af sér glötun sjálf- stæðis þjóðarinnar. Hann bendir á að almenningur í Evrópu hafi verið treg- ur til að stíga þetta skref, þrátt fyrir harðan áróður ráðandi stjórnmálaafla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.