Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 12
10
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
nú seldur burt úr byggðarlögunum, kominn á hendur fárra manna og orð-
inn eign og arfahlutur þeirra sem gjöf frá þjóðinni. Landbúnaðinum hnign-
ar, bændum hefur raunar lengi verið sagt að þeir séu afætur á þjóðfélaginu
og hvarvetna um sveitir blasa við hálffallin hús á óræktarjörðum. Straum-
urinn til suðvesturhornsins verður æ stríðari enda er mestöllu fram-
kvæmdafé veitt til Faxaflóa og þar rísa verslunarhallirnar hraðar en auga á
festir. Þannig er hið blómlega markaðsþjóðfélag sem við lifum í.
Árið 1963 sáu menn ekki fyrir hrun kommúnismans í Austur-Evrópu.
Hinn alþjóðlegi kommúnismi telst ekki lengur eins hættulegur í okkar
heimshluta og hann virtist í tíð Hermanns. Hins vegar stafar stórhætta af
þeirri gífurlegu upplausn og þjóðfélagslega misrétti sem fylgdi hruninu, eink-
um í Rússlandi, og hún getur ógnað öllum vestrænum ríkjum. En hvað um
hættuna sem sjálfstæði smáþjóðar stafar af því að binda trúss sitt við erlenda
stórkapítalista og alþjóðlegar samsteypur? Þolir „þjóðfélag upplýstra þegna“
slíkt til lengdar? Það væri ástæða fyrir núverandi formann Framsóknar-
flokksins - og aðra stjórnmálaforingja - að íhuga þetta af fullri alvöru. En
kannski er svarið bara það að við verðum að fylgjast með nauðug viljug,
stjórnmálamenn okkar geti í reynd svo litlu ráðið um „gang mála“.
Umrœðan um Evrópusambandið
Ef við trúum því að þeir forustumenn sem við veljum okkur geti haft áhrif
á farnað þjóðarinnar, gerum við líka þá kröfu til þeirra að þeir leggi fram
skýra valkosti og reifi pólitískar hugmyndir sínar skilmerkilega. Það gerðu
þeir tveir leiðtogar á fyrri hluta aldarinnar sem um er fjallað í Andvara að
þessu sinni. Fáir íslenskir stjórnmálamenn hafa gert það með skipulegum
hætti í seinni tíð, sjónvarpsviðtalið er einkum sá farvegur sem þeir nota til
að koma boðskap sínum á framfæri og slíkt form dugar ekki til marktækrar
stefnuumræðu. Stuttar blaðagreinar ekki heldur. Tveir forustumenn í Al-
þýðubandalaginu, sem reyndar eru báðir hættir þingmennsku, hafa á síð-
ustu árum sent frá sér athyglisverðar bækur um stjórnmál. Svavar Gestsson
gaf út Sjónarrönd, jafnaðarstefnan - viðhorf {1995), og er sú bók sem nafn-
ið bendir til almenn greinargerð um vinstristefnu við nýjar aðstæður. Ragn-
ar Arnalds gaf út Sjálfstæðið er sívirk auðlind (1998), rit sem lýsir fyrst og
fremst afstöðu höfundar til Evrópusambandsins.
Ragnar telur fram mörg atriði og gerir sögulegan samanburð til að sýna
að aðild Islendinga að Evrópusambandinu myndi leiða af sér glötun sjálf-
stæðis þjóðarinnar. Hann bendir á að almenningur í Evrópu hafi verið treg-
ur til að stíga þetta skref, þrátt fyrir harðan áróður ráðandi stjórnmálaafla.