Andvari - 01.01.1999, Síða 16
14
VÉSTEINN ÓLASON
ANDVARI
og efnismikil og ber jafnframt ást og virðingu sonarins fagurt vitni.
Móðir Einars var Vilborg Einarsdóttir, f. 26. júlí 1862 á Strönd í
Meðallandi, einnig af skaftfellskum bændaættum, og gengu þau í
hjónaband árið 1888. Þau hjón bjuggu fyrst í Eystri Ásum, en fluttu
sig um set að Höfðabrekku 1894 og þaðan að Suður-Hvammi 1905,
en til Reykjavíkur fluttust þau árið 1920. Sveinn reisti hús að Bald-
ursgötu 31, og bjuggu þau þar síðan. Hann missti sjón árið 1928 og
andaðist 30. maí 1934. Andlát hans fékk svo mjög á Vilborgu að hún
lagðist rúmföst um langt skeið, en reis upp aftur og tók gleði sína.1
Hún varð 100 ára, lést 2. nóv. 1962. Sveinn og Vilborg eignuðust þrjá
syni, Karl Jóhann (1889-1919), Gústaf Adolf (1898-1971) og Einar
Olaf. Eftir bréfum og öðrum heimildum að dæma hafa foreldrarnir
verið afar ólík, þótt samstiga væru í ást sinni á sonum sínum. Hann
maður skynsamlegra átaka við raunveruleikann, upplýsingarmaður
að gerð og viðhorfum, hún ör tilfinningamanneskja, trúuð, bænheit
og ástrík.
Einar Ólafur Sveinsson hefur í bernsku kynnst hinu fábrotna og
erfiða lífi sem fólk lifði í sveitum landsins í upphafi þessarar aldar og
ekki var ýkja frábrugðið því sem verið hafði um aldir, þótt framsýnir
hagleiksmenn eins og faðir hans væru að leggja fyrstu drög að nýrri
tækni sem létti erfiði af mannfólkinu. Margvíslega fræðslu hefur
hann auðvitað fengið á heimilinu, en barnafræðslu naut hann hjá
Stefáni Hannessyni í Litla-Hvammi og minntist hans fallega og með
mikilli hlýju í minningargrein í Mbl. í janúar 1961.2 Um næstu skref á
námsbrautinni mætti vitna til handrits að ræðu sem Einar Ólafur hélt
í samsæti sem haldið var honum til heiðurs 12. desember 1969:
Mundi ekki upphaf menntaferils okkar bræðra (hans sjálfs og Gústafs
Adolfs) vera það, þegar við tókum inntökupróf í Flensborgarskóla. Við
fylgdumst að, allt fram á stúdentsár. . . . Þá var Janus Jónsson kennari, bæði í
íslenzku og dönsku. Hann var mjög sérkennilegur, nokkuð fornmannlegur,
mikill háðfugl, ágætur íslenzkumaður, vel að sér í vísnaskýringum. Mér
skilst, að ég hefði átt að falla í dönskunni, en þá hafi séra Janus, sem réð yfir
báðum málum, haft eins konar makaskipti á þekkingu minni í dönsku og ís-
lenzku, svo að ég komst upp í dönsku vegna íslenzkukunnáttu.
Gagnfræðaprófi luku þeir Gústaf Adolf og Einar Ólafur frá Flens-
borg 1914, og þaðan lá leið þeirra í Menntaskólann, og luku þeir það-
an stúdentsprófi 1918, en síðasta árið las Einar utan skóla. í fyrr-
greindri ræðu minntist Einar Ólafur sérstaklega þriggja skólabræðra