Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1999, Síða 19

Andvari - 01.01.1999, Síða 19
andvari EINAR ÓLAFUR SVEINSSON 17 Einar Ólafur hefur varðveitt mikinn fjölda bréfa frá foreldrum sín- um á námsárunum, sem sýna náið og innilegt samband. Trú Vilborg- ar og ástríki birtist á fallegan og opinskáan hátt í bréfum hennar. Ahyggjur þeirra hjóna af heilsu sonarins voru auðvitað miklar eftir að hann veiktist, en það kemur líka skýrt fram að hugarró og æðru- leysi, sem hann sýndi í bréfum sínum, hefur orðið þeim til mikillar huggunar. Gleðin er líka einlæg þegar heilsan fer batnandi. Stundum er minnst á peningasendingar og annað gagnlegt í þessum bréfum, og ekki er að efa að foreldrarnir hafa lagt fram allt sem þau gátu til að synirnir gætu náð markmiðum sínum á menntabrautinni. Freist- andi er að birta hér nokkrar glefsur úr einu af bréfum Vilborgar til Einars. Það er skrifað 15. júlí 1924: Hjartans þakkir fyrir þitt góða síðasta brjef . . . líka sendi eg þjer svolítið af íslenskum blómum sem eg hef verið að safna . . . Pabbi ætlar að senda þjer Jónsbók og Passíusálma. Þessar bækur eru nú hjá bókbindara sem ætlar að gjöra sem hann getur að hafa þær tilbúnar í kvöld . . . mjer er gleði að þessar bækur komist til þín, eg veit, hjartkæri sonurinn minn, að það verður þjer bæði til ánægju og blessunar ef Guð gefur þér heilsu til að lesa þessi Lífsins orð sem víða er að finna í þeim. Veikindi Einars Ólafs voru svo alvarleg að honum var vart hugað líf, og sumarið 1925 fór Vilborg móðir hans utan til að hjúkra honum, og heim hefur hann komið það sumar. Væntanlega hafa þau verið sam- ferða. Enginn þarf að efast um áhyggjur foreldranna af veikindum þessa efnilega sonar, en vinum hans var heldur ekki rótt. Alllangt bréf frá einum þeirra hefst á þennan hátt: Saint-Maurice 8. des. 1925. Vinur minn góður og blessaður. Sjaldan eða aldrei á æfi minni hef ég fagnað eins innilega og hjartanlega bréfi frá nokkrum lifandi manni, eins og því er þú sendir mér í dag. Svei mér ef ég ætlaði ekki að gánga af göflunum af fögnuði. Guði almáttugum sé lof og dírð, o.s.frv. Ég þakka þér af öllu mínu hjarta firir að þú skulir vera lifandi. Ég held að einginn maður hafi gert mér annan eins greiða um dagana eins og þú, er þú skrifar mér nú, að þú sért lifandi. Þinn Halldór.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.