Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1999, Side 22

Andvari - 01.01.1999, Side 22
20 VÉSTEINN ÓLASON ANDVARI þessar ritgerðir hans séu brautryðjandaverk, merkt framlag til fræði- legrar bókmenntarýni um þetta höfuðskáld. Ritaskrá Einars Olafs birtir nokkur dæmi um bókmenntagagnrýni hans í fáeinum tímaritsgreinum frá árunum 1928-30, en einnig sýnir hún að þá birti hann frumort ljóð. Að þeim verður síðar komið. II. Einkahagir og embættisferill 1928 til 1962 Þann 6. júlí 1930 gekk Einar Ólafur að eiga Kristjönu Þorsteinsdótt- ur (f. 1. júlí 1903). Hún var dóttir Þorsteins Sigurðssonar Manbergs kaupmanns í Reykjavík og konu hans Gabríellu Benediktsdóttur. Þorsteinn dó ungur, en Gabríella rak eftir það blómabúð. Gabríella bjó í Brunnhúsum við Tjarnargötu, en fluttist með Kristjönu korn- unga að Laugavegi 22a. Þar hófu þau Einar og Kristjana búskap og áttu þar heima til ársins 1948 er þau fluttust í nýtt hús að Oddagötu 6, í svo kölluðu prófessorahverfi sunnan Háskólans, þar sem þau áttu heimili til æviloka. Þorsteinn faðir Kristjönu var músíkalskur og lék í lúðrasveit, og hún hóf snemma nám í píanóleik, lærði fyrst hjá frú Petersen, móður Helga Pjeturss, og lék sem ung stúlka undir þöglum kvikmyndum í Fjalakettinum. Eitt ár var Kristjana við nám í Kaupmannahöfn hjá Haraldi Sigurðssyni prófessor. Elm fyrstu kynni þeirra Einars Ólafs mun Kristjana hafa sagt: „Ég fór til hans og kynnti mig fyrir honum,“ en þannig stóð á því að hún hafði verið ráðin til að vélrita fyrir hann, og mun það hafa verið fljótlega eftir að hann kom heim frá námi.6 Kristjana hafði fengið lömunarveiki sem barn, og gat því ekki lært að ganga fyrr en hún var fjögurra ára, og bjó hún við afleiðingar þessara veikinda alla ævi. Ekki munu læknar hafa talið áhættulaust fyrir hana að eiga barn, en hún vildi þó hætta á það, og eignuðust þau soninn Svein 18. sept. 1934. Marga vini áttu þau hjón, íslenska og er- lenda, og gestkvæmt var á heimilinu, viðmót húsbænda hlýtt og elskulegt og veitingar rausnarlegar. Öllum sem þangað komu var ljóst að mikið ástríki var með þeim. Þá dylst það ekki fyrir þeim sem lesa formála að bókum Einars að Kristjana hefur verið óþreytandi að aðstoða hann, bæði með vélritun og prófarkalestri og á annan hátt. Freistandi er að vitna hér til þeirra orða sem Einar Ólafur hafði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.