Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1999, Qupperneq 23

Andvari - 01.01.1999, Qupperneq 23
andvari EINAR ÓLAFUR SVEINSSON 21 í greininni um föður sinn, sem fyrr var til vitnað. Ætli hann hafi ekki líka verið að tala um sjálfan sig? Ég tel hann hafa verið hamingjumann. Með þessu á ég ekki við, að lífið hafi sparað honum erfiði og raunir, og í rósum baðaði hann aldrei. En slíkt er ekki heldur karlmanns hamingja. Það tel ég fyrst til hamingju hans, að hann átti þá konu, sem hann unni alla ævi; sambúð þeirra var góð, og kom honum þaðan stöðugur ylur, sem vermdi huga hans, svo að heiðríkja mannvitsins varð honum ekki köld (44). Þótt Einar Ólafur Sveinsson hefði þegar sem þrítugur maður lokið háskólaprófi og skilað fræðilegum verkum sem hefðu opnað honum greiða leið til stöðu háskólakennara í nálægum löndum, beið hans hér ekki neitt embætti, hvað þá rannsóknastaða. Hann varð því eins konar lausamaður á akri fræðanna í röskan áratug. í gögnum hans, sem Sveinn Einarsson hefur falið Stofnun Árna Magnússonar til varðveislu, eru nokkur vélrituð blöð með minnisgreinum sem hann hefur tekið saman árið 1967. Á þessum blöðum má glöggt sjá hve óstöðugar tekjur hans hafa verið á þessum árum, fram til 1942 er hann hafði verið skipaður bókavörður við Háskólabókasafn. Störf hans öll tengjast þó fræðimennsku með einum eða öðrum hætti. Yfirlit þetta er ekki margorðara en svo að fróðlegt má þykja að taka Ur því nokkrar beinar tilvitnanir: Gegndi starfi bókavarðar við Landsbókasafn í forföllum Hallgríms Hall- grímssonar á árinu 1930, 3 mánuði, að ég ætla (ekki minna). Annaðist há- skólakennslu og önnur deildarstörf Sigurðar Nordals . . . vormissirið 1931, veturinn 1931-32, haustmissiri 1933 . . . Gegndi störfum háskólaritara í veik- indum hans, ég held tvívegis, stuttan tíma í hvort sinn. Stjórnaði leshring menntaskólanema í bókmenntum einn eða tvo vetur að beiðni rektors (greitt af skólanum). Vann fyrir Háskóla íslands að skráningu og röðun bóka Finns Jónssonar frá og með desembermánuði 1934 til 17. júlí 1935. Fyrir þetta var mér greitt af Háskóla íslands . . . 3700 kr. . . . Settur fyrsti bókavörður við Landsbókasafn í fjarveru Þorkels Jóhannessonar frá 1. október 1935 til 31. marz 1936 . . . Mér skilst, að ég hafi frá sumri 1935 eða a.m.k. frá 31. marz 1936 til loka árs 1936 annazt bókavörzlu Heimspekideildar og hafi verið greitt fyrir af Háskólanum. Eftir það var fé veitt á fjárlögum „til bókavörzlu Háskólans“: [1200 krónur á ári 1937, 1938,1939] . . . Flutti bækur Háskólans úr Alþingishúsinu í Háskólabygginguna í ágúst - september 1940. Fjárlög fyrir 1940, til bókavörzlu 1200 kr. Þessi ár (1937-40) fékk ég á fjárlögum styrk til ritstarfa, kr. 1800,oo hvert ár. Fjárlög fyrir 1941, til bókavörzlu 1200 kr. Háskólabókasafn opnað 1. nóvember 1941. Fjárlög fyrir 1942, til bóka- vörzlu 6000 kr., til ritstarfa 800 kr. Skipaður Háskólabókavörður 1. apríl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.