Andvari - 01.01.1999, Qupperneq 29
andvari
EINAR ÓLAFUR SVEINSSON
27
nefnd: meistaraprófsritgerðina, ævintýraskrána og Um íslenzkar
þjóðsögur. Þegar Einar Ólafur var við háskólanám var mikill vöxtur
°g viðgangur þjóðfræða, og þá ekki síst rannsókna á ævintýrum, und-
lr merkjum hins svo kallaða ‘finnska skóla’ og þeirrar aðferðar sem
nefnd.hefur verið sögu- og landfræðileg, og þessum verkum Einars
niá vel skipa í þann flokk, einkum ævintýraskránni, en þó hafa þau
sinn sérstæða svip, bæði vegna sérstöðu íslenska efnisins og fræði-
legrar íhygli Einars sem olli því að hann gleypti aldrei hrátt það sem
að honum barst. Sjálfur lítur hann yfir þróun þjóðsagnafræðinnar í
Um íslenzkar þjóðsögur, 32-41. Aðferð sögu- og landfræðistefnunn-
ar lýsir hann með eigin orðum, og þar koma reyndar einnig skýrt
fram helstu fyrirvarar hans:
A þessari öld hafa Norðurlandabúar lagt mikið til rannsókna á ævintýrunum,
en þó öllum öðrum fremur finnskir fræðimenn og aðrir, sem fetað hafa í fót-
spor þeirra. Kunnastir af þessum mönnum eru þeir Kaarle Krohn og Antti
Aarne.
Móti mannfræðingaskólanum, sem trúði á tilorðningu sömu sögu á mörg-
um stöðum, mæltu þeir og bentu á, að hér væri ekki nægilega greint milli
minnis og heillar sögu. Eitt einstakt minni getur sprottið upp af sömu trú og
kringumstæðum á ýmsum stöðum, en hitt nær engri átt, að löng saga, sem
samsett er af einum fjórum - fimm sérkennilegum minnum í ákveðinni röð,
skapist á mörgum stöðum. En þessar löngu sögur muni vera til orðnar heldur
seint, og forntrúarhugmyndirnar í þeim séu sprottnar af gömlum hugmynd-
um og siðum, sem höfundar ævintýranna hafi naumlega haft trú á sjálfir.
Annars verði rannsókn hverrar einstakrar sögu að skera úr um aldur og
heimkynni; munur kunni að vera á hæfileika þjóða til að skapa slíkar sögur,
og Indverjar hafi sýnilega haft óvenjumiklar gáfur í þá átt, en vitanlega ekki
neinn einkarétt; auðvelt sé að benda á ævintýri, sem ekki þekkist þar.
Fræðimenn finnska skólans kölluðu rannsóknaraðferð sína sögu- og land-
fræðilega, og hugðust þeir með nákvæmri og reglum bundinni rannsókn allra
tilbrigða einhverrar sögu, frá því hún kemur fyrst fram, mundu geta fundið
frummynd hennar, heimkynni og flutning um löndin. Ég hef engan efa á því,
að þeir hafa hér verið inn á brautum, sem liggja til meiri vitneskju um þessi
efni en unnt var með eldri aðferðum. Stundum má vera, að þeir hafi í raun
og sannleika fundið allt þetta. En oftast hygg ég þó niðurstöðurnar vafasam-
ar, og er það fyrst og fremst vegna þess, hve lítið er vitað um eldri tíma. Þeir
ganga að því vísu, að frummynd sögunnar sé rökrétt og samfelld heild, en
sannleikurinn er sá, að það er alveg óvíst, hvort á það.er ætlandi; vel má
vera, að góður söguþráður skapist fyrst við langa frásögn. Ég skal hreinskiln-