Andvari - 01.01.1999, Page 37
andvari
EINAR ÓLAFUR SVEINSSON
35
Einar Ólafur talar yfir norrœnum stúdentum á Lögbergi. Sveinn sonur hans situr
vinstra megin við hann.
er svo gráðugur í mannlífið, heillaður af fyrirbrigðum þess, að með sanni má
viðhafa um hann hin alþekktu og margvelktu orð: hann lætur ekkert mann-
legt sér óviðkomandi. Það er yndi hans að segja frá köldum vitsmunum, en
engu minna er hann töfraður af ófreskisgáfum og dularfullum atvikum. Þetta
er víðfeðmur andi. En auk þessa hefur hann mjög ófyrirlátsaman formvilja,
hann kann að gefa öllu hinu sundurleita efni samhengi, hann kann að blása
lífsanda í það, gefa því líf og hreyfingu, gefa því sál af lífsskoðun sinni. Hann
tengir saman, en lætur efnið þó njóta fjölbreytni sinnar; hann getur ekki tjáð
tilveruna nema með andstæðum sem kveðast á . . . (37).
Hvernig sem meta á túlkunarfræði Einars Ólafs er það ljóst að hann
er mjög á verði gagnvart tilhneigingu hvers lesanda til að láta eigin
viðhorf og fordóma móta skilning sinn á listaverki, og má vera að
hann ofmeti nokkuð þá kosti á hlutlægni sem lesanda bjóðast. Svo
mikið er víst að hann er, eins og fræðimenn hverrar kynslóðar, mót-
aður af áhugaefnum tímans og þeirri bókmenntafræði sem efst var á
haugi á mótunarárum hans sjálfs. Upprunarannsókn hans er mótuð
af raunhyggjunni og viðhorfum hennar, eins og fyrr greinir, en bók-