Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1999, Síða 42

Andvari - 01.01.1999, Síða 42
40 VÉSTEINN ÓLASON ANDVARI hrifinn af þeirri hugmynd að Þórður Sturluson sé höfundur en kveð- ur þó ekki beinlínis upp úr um það. Engin nöfn nefnir hann þegar hann talar um aldur og heimkynni húnvetnsku sagnanna, en telur þó að Vatnsdæla saga gæti verið eftir klerk og tengir Hallfreðar sögu beinlínis við Þingeyrar. Hins vegar er svo að sjá að hann telji líkleg- ast að Kormáks saga sé samin af leikum Vestur-Húnvetningi. Þegar kom að Njálu varð örðugt að krækja fyrir þessa keldu því að miklar tilraunir höfðu verið gerðar til að feðra hana, og bar þar hæst þá hugmynd Barða Guðmundssonar, sem hann hafði haldið fram í flokki ritgerða allt frá 1937, að Þorvarður Þórarinsson hefði samið söguna.26 Þessari skoðun er Einar Ólafur öldungis andvígur og færir rök gegn henni. Hann er þess „fullviss, að sagan er leikmanns verk“ (cii), og er um það að vísu sammála Barða Guðmundssyni. Sjálfur nefnir hann eitt nafn, og þó með miklum fyrirvara, enda svo sem ekkert vitað um manninn, en annars lætur hann í Ijós vantrú á að unnt verði að finna nöfn höfunda íslendingasagna: „Ef til vill eru flestir þeirra alveg ónefndir eða nefndir af tilviljun í upptalningum. Hitt hefur mér alla tíð þótt líklegt, að mjög oft mætti greina átthaga þeirra og menningarumhverfi, og aldursrökin munu oft sýna, af hvaða kynslóð þeir voru“ (cvi). Það eru líka þessi síðari atriði sem Einar Ólafur leggur mesta áherslu á að kanna. Afskiptum Einars Ólafs af útgáfum Hins íslenzka fornritafélags var engan veginn lokið þegar hann hafði sett punktinn aftan við Brennu-Njáls sögu, því að hann hafði þá tekið við útgáfustjórn, og er getið um yfirlestur hans og leiðbeiningar í IX. bindi (1956), XIV. bindi (1959) og XXXIV. bindi (1965). Hann hafði heldur ekki lagt vinnu sína við íslendingasögur með öllu á hilluna þótt önnur viða- mikil verkefni tækju við þegar Njáluútgáfunni var lokið. Mikil eftir- spurn var vitaskuld eftir fyrirlestrum þessa virta fræðimanns úr ýms- um áttum, auk þess sem kennslan kallaði á sífellda íhugun fræðilegra vandamála. I formála bókarinnar um Ritunartíma íslendingasagna lýsir höfundur þessu ferli vel. Fyrirlestur í Ábo 1950 og fyrirlestrar við Háskóla Islands fæddu af sér kver sem kom út á ensku í London og að lokum endurskoðað og aukið sem 165 blaðsíðna bók hjá Hinu íslenzka bókmenntafélagi 1965 (sbr. hér bls. 33). Með nokkrum hætti má segja að þessi bók standi eins og varða í rannsóknasögu íslend- ingasagna sem samantekt á viðhorfum hins eiginlega ‘íslenska skóla’. Á sjöunda áratugnum komu fram margvísleg viðhorf í rannsóknum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.