Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 44
42
VÉSTEINN ÓLASON
ANDVARI
Þar sem Einar Ólafur fjallar um þróun bókmenntagreinarinnar
vísar hann (bls. 162) til bókar sinnar Sturlungaöld. Drög um íslenzka
menningu á þrettándu öld (1940). Ljóst er af orðum hans að skoðanir
hans á þeirri öld sem ól flestar sögurnar af sér eru í grundvallarat-
riðum óbreyttar aldarfjórðungi eftir að bókin um Sturlungaöld birt-
ist. í þeirri bók er dregin upp mjög skýr mynd af hugmyndum Einars
Ólafs um heim sagnanna, heiminn þar sem þær urðu til, og um leið
má segja að bókin birti hugmyndafræði hans í hnotskurn. Hvort
tveggja er að þessi bók er eitt hið merkasta framlag til íslenskrar
menningarsögu á öldinni og jafnframt leiðir hún skýrt í ljós þjóðern-
isleg viðhorf sem eru allfjarri flestum fræðimönnum við árþúsunda-
mótin.
Saga menningar og bókmennta
Bókin um Sturlungaöld er, eins og gerð er grein fyrir í formála, orðin
til upp úr vinnu höfundar við að semja II. bindi af verkinu Um Njálu
(ix), en þegar útgefandi I. bindis, Menningarsjóður, vildi ekki þiggja
framhaldið, tók rannsóknin aðra stefnu, og ritið fékk almennara inn-
tak. Á titilblaði stendur að kostnaðarmenn útgáfunnar séu „Nokkrir
Reykvíkingar“. Hér verður ekki reynt að rekja þá sögu sem að baki
býr, en sennilegt má telja að þessi útgáfusaga tengist ágreiningi við
hinn volduga forstöðumann Menningarsjóðs, Jónas Jónsson frá
Hriflu. Formálinn er annars merkur fyrir það m.a. hve afdráttarlaus
afstaða kemur þar fram þegar í upphafi til þess efnis sem um á að
fjalla: „. . . tvo síðustu mannsaldra hins forníslenzka þjóðveldis . . . á
ofanverðri 13. öld, þegar fornmenningin hrynur í rústir,“ segir höf-
undur, og er ekki laust við að orðalagið skjóti skökku við þá vísinda-
legu hlutlægni sem Einar Ólafur leggur mikið kapp á að fylgja í flest-
um ritum sínum. í upphafi Forspjalls, sem tekur við af formála, er
orðalag í senn skáldlegt og tilfinningaþrungið:
Síðasta öld þjóðveldistímans er eigi aðeins eitthvert hið örlagaríkasta tíma-
bil, sem yfir ísland hefur komið, heldur einnig eitthvert merkilegasta tíma-
bilið í menningarsögu þess. Hvert mannsbarn minnist hins mikla gæfuleysis,
þegar landsmenn gengust undir erlent vald; sú mikla harmsaga leggur sinn
sorgarblæ yfir allar hugmyndir vorar um þessa öld. En henni er þó ekki gefið
þetta eitt að sök. Hún er einnig kunn að mörgum ódáðum, ófriði, hryðju-
verkum, manndrápum og brennum, svikum og siðleysi. Köld og gnúpleit og
grimmleg er hún á svipinn, þar sem hún stendur fyrir hugskotssjónum