Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1999, Side 47

Andvari - 01.01.1999, Side 47
ANDVARI EINAR ÓLAFUR SVEINSSON 45 hitt af ætt skopleiksins - sem þó býr oftast alvara undir - fjallar um drauma og fyrirburði sem nóg er af í samtímasögum 13. aldar. Hann hefst á þessum orðum, þar sem Einar Ólafur tekur lesanda sinn með sér inn í hugskot Sturlungaaldarfólks, eins og hann endurskapar það á grunni sinnar miklu þekkingar og skáldlega ímyndunarafls: Menn eru komnir heim úr ysi og þysi, gleði og glaumi mannamótsins, menn koma úr herferðinni, þar sem atburðirnir æddu áfram og hver rak annan, svo að ekki varð gert annað en fylgjast viljalaust með, nú koma einverustundir og fámenni, haustmyrk kvöld og langar vetrarnætur, og þá fara atburðirnir að vekja í brjóstum manna bergmál, sem hreystiyrði og glens fær ekki þagg- að. Leyndur hrollur og kvíði fyllir fylgsni hugans, brýzt út í draumum, sýnum og fyrirburðum, fullum af kynjum úr myrkviði ímyndunarinnar. Oft kristall- ast geigurinn í stökur, hrjúfar og einfaldar, en dularfullar að blæ og þrungnar myrkri lýrik. Það er sem sýn gefi inn í eitthvert gímald hrikalegs endaleysis. Þangað kastast myndir úr dagsheimum, líflausar eins og vofur, afmyndaðar eins og toginleitir skuggar, en fyllast þó blóðugri kynngi og blandast við for- ynjur fornra sagna og illvætti kristinna sýna (106). Túlkun Einars Ólafs á kristni 13. aldar og venslum kirkjuvalds og veraldlegs valds, kirkjulegrar menningar og menningar leikra höfð- ingja er umdeilanlegust og umdeildust af því sem Einar Ólafur fjallar Um 1 bók sinni um Sturlungaöld. Hann dregur upp mjög neikvæða mynd af áhrifum klausturmenningar og aukinni sókn kirkjunnar til sjálfstæðis, sem síðan hafi leitt til miklu skýrari marka milli kirkju- iegrar og veraldlegrar menningar en voru á 12. öld. Víst er það svo að hér eins og annars staðar sótti kirkjan til aukinna áhrifa og sjálf- stæðis á þessu skeiði, en þrátt fyrir viðleitni klausturmanna til að loka sig af frá heimi hins veraldlega vafsturs, tengist kirkjan þó hvar- vetna mjög veraldlegum málum og á sinn hlut í sköpun bókmennta Um veraldleg efni. Nokkuð ljóst virðist vera að í hita þjóðernis- hyggju, sem var nátengd stofnun lýðveldis hér, og þeirri óvissu um framtíð þjóðarinnar sem heimsstyrjöldin síðari hlaut að vekja, mikl- aði Einar Ólafur fyrir sér sjálfstæði veraldlegrar bókmenningar úti hér og gerði sem mest úr því sem greinir íslendingasögur frá trú- arritum.2's Ekki má þó gleyma því að sá munur er raunverulegur og mikilvægur, og þó dró Einar Ólafur fyrst og best fram hin djúpu ahrif kristinnar hugsunar á höfund Njáls sögu. Eins og aðrir fræði- menn stóð hann í raun ráðþrota frammi fyrir þeim vanda að skýra hvernig hinar bestu fornbókmenntir okkar gátu náð þeirri dýpt og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.