Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 48

Andvari - 01.01.1999, Page 48
46 VÉSTEINN ÓLASON ANDVARI þeim áhrifamætti sem þær óumdeilanlega hafa, jafnframt því að þær skera sig úr, eru ólíkar öðru sem skrifað var í Evrópu á sama skeiði. Augljóst er að þær eru ekki sprottnar upp úr klausturmenningu né afsprengi kristilegra fræðslubókmennta. Samt er hin kristilega bók- menning ein meginforsenda þeirra. Fáa greinir líklega á við Einar Ólaf um mynd þá sem hann dregur af mikilvægum samleik kirkjunnar og veraldlegs valds, eða a.m.k. nokkurra höfðingjaætta, á 12. öld. Líklegra virðist mér nú að það sé framhald þessa samleiks á 13. öld, sem er undirstaða hinna mestu bókmennta, fremur en tvískipting menningarinnar milli hins verald- lega og hins kirkjulega. Veraldarhöfðingjar voru of mótaðir af boð- skap kirkjunnar og of háðir henni í menningarlegum efnum til að þeir gætu átt sína eigin menningu. Þegar Sturlungar eflast sem mest á öndverðri 13. öld leitast þeir raunar við að styrkja sambönd sín við kirkjuna. Ástæður þeirra breytinga sem urðu á menningarlífi og sagnaritun um 1300 eru margbrotnari en svo að kirkjuvaldinu verði ‘kennt um’ það sem til hnignunar má telja. Mælska Einars Ólafs í ritinu Um Sturlungaöld og tilfinningahitinn í þessu riti hefur villt sumum lesendum hans sýn, svo að þeim hefur sést yfir það hve mjög hann er næmur fyrir kristilegum áhrifum og hugsun hvarvetna í ritum sínum og hve vel hann kann að meta gildi kristninnar fyrir mannlífið. Lítil tilvitnun í lok kaflans Bergmál leiðir það þó vel í ljós: Draumar og fyrirburðir Sturlungaaldar eru útrás og tjáning þjáningar og skelfingar; það léttir, veitir svíun. En ekki huggun. Hin forna siðaskoðun veitti kraft til að lifa, horfa framan í staðreyndirnar, en ekki huggun aðra en þá sem græðandi tíminn veitir. Huggun var annarstaðar að fá, hjá kirkjunni (110). Árið 1962 birtist umfangsmesta verk Einars Ólafs Sveinssonar, ef út- gáfa Brennu-Njáls sögu er undan skilin, íslenzkar bókmenntir íforn- öld I. Líklega hefur verkinu verið ætlað að verða þrjú eða fjögur bindi, en í þessu fyrsta bindi er almennur sögulegur inngangur um víkingaöld og upphaf byggðar og mannfélags á Islandi, yfirlit yfir fornan kveðskap og rætur hans og kafli um eddukvæði, sem er meg- inefni bókarinnar. Hér er mjög rækileg umfjöllun, og er ljóst að verk- inu hefur verið ætlað að leysa af hólmi hina löngu úreltu bókmennta- sögu Finns Jónssonar. Aldrei kom meira út af þessu verki, en all-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.