Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 51

Andvari - 01.01.1999, Page 51
andvari EINAR ÓLAFUR SVEINSSON 49 miðin segir Jónas Kristjánsson í riti um Heimkomu handritanna (Fylgirit Árbókar Háskóla íslands 1976-79,1981): Nefndinni var falið að athuga áður fram komnar tillögur Dana og meta hvort þær mætti hafa að umræðugrundvelli ef til samninga kæmi um hand- ritamálið. Samtímis reyndi nefndin einnig að gera sér grein fyrir því hvern grundvöll íslendingar skyldu hafa undir óskum sínum: Hvaða handrit mátti kalla „íslensk"? Og hvaða handrit gátu íslendingar vænst að endurheimta frá Danmörku? Nefndarmenn voru sammála um það að eðlilegt væri að miða við þjóðerni skrifarans: íslensk eru þau handrit sem skrifuð eru af íslenskum mönnum. Þegar gerð hefði verið skrá yfir slík handrit í danskri vörslu mætti síðan, til málamiðlunar, takmarka óskirnar með því að fella niður tiltekin handrit eða handritaflokka, og yrði þá reynt að miða við bókmenntategundir fremur en tína út úr handrit á stangli (15). Ástæðulaust er að hafa uppi nokkrar tilgátur um það eða meting hvaða íslendingar hafi átt mestan þátt í því að handritamálið fékk þá farsælu lausn sem raun varð á. Þar komu bæði stjórnmálamenn og fræðimenn mjög við sögu, og málið þróaðist í áföngum. Víst er þó að á þeim lokaspretti sem hér ræðir um, árunum frá 1959 til 1961, þegai lögin um afhendinguna voru samþykkt í danska þinginu, gegndi Ein- ar Ólafur miklu hlutverki, bæði við hina fræðilegu undirbúnings- vinnu, greiningu handritanna, sem lá til grundvallar hugmyndum um hvaða handrit íslendingar skyldu fá heim, og í samningaþófinu sjálfu. Ásamt Sigurði Nordal var hann kallaður á laun og með skynd- ingu til Kaupmannahafnar til ráðgjafar og samninga í apríl 1961, þeg- ar úrslit málsins réðust í raun á löngum fundi fræðimanna 19. apríl og samningum næstu daga. Má um það efni vísa til rits Jónasar Kristj- ánssonar um Heimkomu handritanna og hins nýja rits Sigrúnai Dav- iðsdóttur um handritamálið.30 Fegar hugað er að kröfum íslendinga eða óskum um afhendingu íslenskra handrita úr dönskum söfnum og framvindu handritamálsins sjálfs í þrengsta skilningi, verður að minnast þess að ástæður afhend- ingarinnar voru ekki eingöngu sögulegar. Ólíklegt er að málið hefði fengið svo greiðan og góðan endi sem raun bar vitni ef ekki hefði komið til sá orðstír sem íslensk fræði við Háskóla íslands höfðu öðl- ast hvarvetna þar sem menn leggja stund á fornbókmenntir okkar. Far vó þyngst starf þeirra manna sem veitt höfðu þessum fræðum forystu við Háskólann frá því að ísland fékk fullveldi, þeirra Sig- urðar Nordals og Einars Ólafs Sveinssonar. Þeir höfðu eflt hróður ís-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.