Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 52

Andvari - 01.01.1999, Blaðsíða 52
50 VÉSTEINN ÓLASON ANDVARI lenskra fræða með útgáfum, fræðiritum og fyrirlestrahaldi víða um heim, en hópurinn var auðvitað stærri og grunnurinn breiðari, og komu þar til bæði jafnaldrar Einars Olafs og nemendur þeirra Sig- urðar, auk þeirra fræðimanna sem notið höfðu handleiðslu Jóns Helgasonar um lengri eða skemmri tíma. Skýrastur vitnisburður um styrk íslenskra fræða og viðurkenningu var ritröðin Islenzk fornrit, sem Sigurður Nordal ritstýrði þangað til Einar Ólafur tók við því starfi 1954, en hér hefur þegar komið fram að í útgáfustarfinu sjálfu átti Einar Ólafur meiri hlut en nokkur ann- ar.31 Islenskir menn gátu haldið því fram með fullum rétti að hvergi mundu framhald og gróska rannsókna á þeim forna menningararfi, sem handritin geymdu, verða betur tryggð en á íslandi, vegna þess að þjóðin talaði enn sömu tungu og skráð er á skinnið, þótt margt hefði breyst, og skynjaði heim fornritanna sem hluta af sínu vegar- nesti með öðrum hætti en skyldar þjóðir. Þessi rök vógu þungt og vega enn, og þau lágu Einari Ólafi vafalaust þungt á hjarta við starf hans að handritamálinu og stjórn og eflingu Handritastofnunar. Þegar handritamálið var komið á rekspöl á sjötta áratugi aldarinnar þótti auðsýnt að mikilvægt væri að Islendingar sýndu að þeir væru engu síður færir um að búa til prentunar vísindalegar útgáfur fornrita í samræmi við ströngustu fræðilegar kröfur en aðrar þjóðir. Háskóli Islands stofnaði handritaútgáfunefnd árið 1955, og starfaði hún til ársins 1962 þegar Handritastofnun íslands tók við hlutverki hennar. Undanfari þessarar nefndarstofnunar voru tillögur sem þeir prófess- orarnir Einar Ólafur Sveinsson og Ólafur Lárusson höfðu lagt fyrir menntamálaráðherra með bréfum 29. mars og 3. des. 1954 með til- lögum um útgáfustarfsemi og fjárveitingar til hennar. Fjárveitingin fékkst á fjárlögum 1955, og var nefndin stofnuð í framhaldi af því. Einar Ólafur átti sæti í handritanefnd ásamt þeim Alexander Jó- hannessyni, Ólafi Lárussyni og Þorkatli Jóhannessyni. Eftir lát Þor- kels Jóhannessonar 1960 tók Hreinn Benediktsson prófessor sæti hans í nefndinni. A vegum þessarar nefndar kom út ljósprentun beggja aðalhandrita íslendingabókar með formála eftir Jón Jóhann- esson 1956, Skarðsárbók Landnámu búin til prentunar af Jakobi Benediktssyni og Dínus saga drambláta búin til prentunar af Jónasi Kristjánssyni, og eru það allt hin vönduðustu verk. Handritastofnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.