Andvari - 01.01.1999, Side 55
andvari
EINAR ÓLAFUR SVEINSSON
53
og lítt skólagenginna fræðimanna. Ekki naut forstöðumaður þó mik-
ils af þessum félagsskap, því að þrengslin ollu því að hann kaus að
hafa vinnustað á heimili sínu, en vitjaði starfsmanna með jöfnu milli-
bili og hugaði að verkum hvers og eins. Einar Ólafur rækti starf sitt
við Handritastofnun vandlega og lagði hart að sér á þessum árum,
svo að það kom án efa niður á heilsu hans, þótt enn hefði hann
nokkurt þrek til rannsóknastarfa þegar hann lét af störfum. Enginn
vafi er á því að miklu skipti fyrir stofnunina, bæði inn á við og út á
við, að hafa svo virtan og reyndan fræðimann við stjórnvölinn. Þá
naut hún á þessu skeiði hins góða samstarfs sem Einar Ólafur hafði
átt við Gylfa Þ. Gíslason við lausn handritamálsins, en Gylfi var
menntamálaráðherra alla forstöðumannstíð hans og hafði skilning á
nauðsyn þess að búa vel að Handritastofnun.
V. Alþýðufrœðari og menningarfulltrúi
Áður var þess getið að Einar Ólafur Sveinsson lét sér annt um að
búa þjóðlegt efni, fornt og nýrra, til prentunar f búningi sem hæfði
alrnenningi. Með útvarpinu hafði menningunni bæst nýr vettvangur
Sem í skjótri svipan heillaði þjóðina svo að hún sat löngum sem berg-
numin framan við viðtækin á kvöldin fyrstu áratugina. Árið 1943 hóf
Einar Ólafur að lesa Njáls sögu fyrir útvarpshlustendur. Upplestur
hans varð skjótt frægur og afar vinsæll og raunar endurtók hann lest-
ur þessarar sögu tvisvar sinnum auk þess sem hann las margar fleiri
sögur. Þá gerði hann úr garði nokkrar vandaðar dagskrár þar sem
leikarar fluttu kvæði undir leiðsögn hans, en íslensk tónlist fylgdi.
Þannig voru m.a. flutt eddukvæðin Völuspá og Hávamál, helgikvæð-
ln Sólarljóð og Lilja og ýmis þjóðkvæði. Þátttakendur voru ýmsir
ágætustu leikarar þess tíma, svo sem Þorsteinn Ö. Stephensen, Lárus
Pálsson, Alda Möller, Herdís Þorvaldsdóttir og fleiri. Má kalla að
tinar Olafur hafi komið sér upp flokki leikara til flutnings þjóðlegs
efnis í útvarpi.
Mikið var fjallað um upplestra Einars og útvarpsdagskrárnar sem
hann stjórnaði í tímaritum og blöðum, og ljóst er að þar var um efni
að ræða sem vakti mikla athygli, bæði lestur hans sjálfs og hinar
v°nduðu dagskrár, sem voru nýmæli. í október 1943, eftir að lestur