Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1999, Síða 58

Andvari - 01.01.1999, Síða 58
56 VÉSTEINN ÓLASON ANDVARI Einar Ól. Sveinsson vakti snemma athygli erlendra fræðimanna, sem sinntu íslenskum fræðum, og eignaðist hann marga góða vini í þeim hópi. Má þar sérstaklega nefna Dag Strömbáck prófessor í Uppsölum, Séamus Ó Duilearga prófessor í Dyflinni og Gabriel Tur- ville-Petre prófessor í Oxford. Útgáfa Einars Ólafs á Brennu-Njáls sögu 1954 hlaut hvarvetna frábærlega góðar viðtökur og staðfesti endanlega orðstír hans sem eins af stórmennum norrænna fræða. Honum var á árunum eftir stríð, einkum á 6. og 7. áratugnum, boðið til fyrirlestrahalds við fjölmarga erlenda háskóla og hlotnaðist marg- vísleg viðurkenning, félagsskapur í vísindafélögum og heiðursdoktors- nafnbætur sem of langt yrði upp að telja hér. Ferðalög sín og sam- bönd notaði hann auðvitað til að kynna íslenskar bókmenntir og menningu og kom þannig fram sem fulltrúi íslenskrar menningar í þeim löndum sem hann heimsótti. Hann notaði líka áhrif sín til að styrkja stöðu íslenskra fræða við erlenda háskóla, t.d. til að komið yrði upp íslenskum sendikennarastöðum. Um fyrirlestraferðir Einars Ólafs kemst Jónas Kristjánsson hnitmiðað og hnyttilega að orði í af- mælisgrein í Tímanum 12. des. 1969: Hann er eftirsóttur íyrirlesari og hefur haldið ræður og erindi við fjölmörg tæki- færi í heimalandi sínu. Auk þess hefur hann margoft farið í fyrirlestraferðir til erlendra háskóla, og mun hafa haldið um það bil eitt hundrað fyrirlestra í öllum þeim ferðum. Á sínum sjömílnaskóm hefur hann spornað jörð allt til Kyrrahafs bæði í austurátt og vesturátt og predikað bæði í Berkeley, Peking og Shanghai, svo að ekki sé minnst á nálægari staði eins og London, París og Aþenu. VI. Maðurinn og skáldið - Ævilok Einar Ólafur Sveinsson var allhár maður og mikill að vallarsýn, nokkuð stórskorinn en þó fríður, löngum alvarlegur í bragði en svip- urinn blæbrigðaríkur og stundum kíminn. Hann hafði djúpa og hljómmikla rödd, bar ekki ótt á fremur en Skaftfellinga er siður, en flutti mál sitt jafnan skörulega; tal hans stundum með nokkrum orðs- kviðablæ. Fas hans allt var virðulegt.32 Hér hefur á ýmsum stöðum verið vikið að þeim hugmyndum sem virðast hafa ráðið mestu um lífsstefnu Einars Ólafs Sveinssonar. Mest áhrif á líf manna hafa ævinlega þær hugmyndir sem þrungn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.