Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1999, Side 59

Andvari - 01.01.1999, Side 59
ANDVARI EINAR ÓLAFUR SVEINSSON 57 astar eru tilfinningum eða þær tilfinningar sem ekki verða greindar frá hugmyndum og lífsviðhorfi. Þannig hygg ég að hafi verið um ætt- jarðarást Einars Olafs og þjóðernistilfinningu. Hún skín í gegnum skrif hans um fyrri tíma og birtist t.d. í ræðu sem hann flutti á tveggja ára afmæli lýðveldisins 17. júní 1946 og mikla athygli vakti. Þar má sjá hve fræðistörf hans á þessu skeiði voru í raun nátengd sjálfstæðis- baráttunni: „Skilningur á þeim öflum sem urðu frelsinu til glötunar á Sturlungaöld, er ekki líflaus og gagnslaus fróðleikur, það vissi Jón Sigurðsson vel, hann hefur gildi hvenær sem er, nú í dag, á morgun,“ hefur Þjóðviljinn eftir ræðu Einars Ólafs 19. júní, og heldur áfram: »Þetta er ævinleg viðvörun. Aldrei hefur hún þó, síðan hinir fornu atburðir gerðust, verið jafn alvarleg, jafn ógnandi og á þessum fyrstu árum lýðveldisins. Það var engu líkara en 1262 væri komið aftur, að vísu í nokkuð annarri mynd, líkt því þegar Ólafur konungur Haralds- son bað íslendinga um Grímsey. Og það er trú mín, að þar ríði gæfa Islendinga á um alla framtíð, að svörin séu nú og jafnan hin sömu og svör Einars Þveræings.“ Hér er vitaskuld vikið að ósk Bandaríkja- manna um að fá að hafa her áfram á íslandi, ósk sem þá virtist engan hljómgrunn eiga hjá þjóðinni. Líklega hefur Einar Ólafur hvorki fyrr né síðar stigið með sama hætti inn í eldlínu þjóðmálaumræðunnar, enda var honum heitt í hamsi, eins og ræðan sýnir. Ekki varð fram- hald á barátturæðum eða skrifum af hans hálfu. Hann hefur vafa- laust talið sig vinna þjóð sinni og menningu mest gagn með fræði- störfum sínum enda ekki þolað vel það hnútukast sem einatt fylgir umræðum um pólitísk deilumál. hótt Einar Olafur taki víða allsterkt til orða þar sem hann ræðir um þjóðernið og örlög þjóðarinnar, eins og svo algengt var á þeim tíma, fer því fjarri að ættjarðarást hans væri almenn og svífandi. bvert á móti má sjá að hún hefur grundvallast á ást á heimahögunum þar sem hann óx upp, á fólkinu sem stóð honum næst og hann kynnt- lst fyrst, foreldrum og öðru skylduliði, og á fyrstu snertingu hans Þyrsta hugar við orðsins list og andans flug. Ræktin við átthagana kom reyndar fram í fræðiriti sem hér hefur enn ekki verið getið, Landnám í Skaftafellsþingi (1948), þar sem m.a. er fjallað um eitt af hugðarefnum hans, tengslin við keltneskar þjóðir. Skýrast koma þær t'lfinningar sem hér er reynt að lýsa þó fram í ritgerðum sem birtust í i erð og förunautum. Úr Mýrdal er ein ágætasta náttúrulýsing á ís- ensku máli, og blandast þar vafalaust saman bernskuminningar og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.