Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1999, Page 60

Andvari - 01.01.1999, Page 60
58 VÉSTEINN ÓLASON ANDVARI hin næma og ákafa náttúruskynjun þess sem legið hefur við dauðans dyr og löngum stundum notið náttúrunnar gegnum glugga, óviss um endurfundi. Sú tilfinning kemur fram annars staðar í sama greina- safni. I upphafi var minnst hér á greinina Bóndinn í Hvammi, en mikil hlýja og mannvit er líka í minningargrein eftir Guðrúnu föður- systur Einars Ólafs, sem birtist í Morgunblaðinu 20. apríl 1948 og er endurprentuð í Ferð og förunautum bls. 149-51. Þar standa m.a. þessi fallegu orð: „Hún var gæfukona. Gæfan er óstöðug nema hún spretti upp í hjarta mannsins, hann sé gæddur því eðli að lífsatvikin farsælist, jafnvel það sem mótdrægt er.“ Áður var hér vitnað til samtals við Einar Ólaf þar sem hann lét þess getið að hann hefði lesið Sæmundar Eddu um ellefu ára aldur, og sjálfsagt hefur hann þá fyrir löngu verið farinn að lesa fornsögur, svo að ekki sé minnst á hitt að hann hefur frá frumbernsku lagt eyru við því sem flutt var af munni fram, kvæðum, sögum og alls konar fróðleik. Allt hefur þetta átt sinn þátt í að móta manninn og stefnu hans í lífinu. Og þegar árum fjölgaði og hann kom á þá staði þar sem menning var fjölbreytilegri en í Mýrdalnum, hafði hann augu og eyru opin, og kunnugum ber saman um mikinn áhuga hans og þekkingu á hvers konar list: myndlist, tónlist og leiklist, auk bókmenntanna sem voru í senn yndi hans og viðfangsefni. Sem fræðimaður hefur Einar Ólafur mótast af því sem efst var á baugi á námsárum hans og þó miklu lengur verið opinn fyrir nýjung- um. Áður var getið ummæla hans sjálfs um þau áhrif sem Joseph Bédier hefði haft á hann (sjá skýringargrein 21), og hefur það verið mikilvægt mótvægi við hina þýskættuðu, oft smámunasömu rann- sóknastefnu sem mest áhrif hafði haft á Norðurlöndum um langt skeið. I þjóðfræði var hann víðlesinn og nákunnugur því sem bæði Þjóðverjar og Norðurlandamenn skrifuðu um þau fræði. Þá er eng- inn vafi að fræði um eftirlætisskáld hans grísk og frönsk og stórmenni eins og Goethe og Shakespeare hafa haft á hann áhrif. Væntanlega má telja að Einar Ólafur hafi alla ævi verið raunhyggjumaður, en af því tagi sem lætur sér annt um hinn listræna þátt verkanna og skilur að listaverkin sjálf, form þeirra og inntak, tilfinningarnar og hug- myndirnar sem þau miðla, mega ekki hverfa í skuggann af forsögu verkanna. Etv. er hægt að lýsa þessu einkenni á raunhyggju hans með orðum sem æskuvinur hans notaði mjög á því skeiði sem sam- band þeirra var mest og frjóast: Einar Ölafur var hugfanginn af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.